Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan síðast og má þá helst nefna óvissuferð með starfsfélögum mínum, matarboð með starfsfélögum Ómars og svo árgangsmót með mínum ágætu bekkjarfélögum frá Vestmannaeyjum. Það má segja að það hafi verið gaman að hitta allt þetta fólk sem maður ólst upp með og fyndið hvað allir eru í raun eins og þeir voru hér í denn, enginn breyst neitt mikið nema kannski nokkrum hárum færri á höfðinu eða nokkrum kílóum fleiri um mittað. En nóg um það.
Þangað til næst
Kveðja Drífa.