Ég verð víst að halda áfram þar sem ritstíflan brast, já áfram með smjörið. Rakst á frétt á mbl.is þar sagt er frá störfum lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu þ.e. að ökumaður hafi verið stoppaður með barn í framsætinu en reyndar með beltið spennt, je það reddar málunum eða þannig. Ég var ekkert svakalega hissa á þessu þar sem ég horfði uppá slíkt hátterni dag eftir dag við leikskólann þar sem ég vann, en ég verð alltaf jafn reið. Hvað veldur því að fólk gerir þetta. Nennir það virkilega ekki að setja barnið aftur í bílstólinn og spenna á það beltið. Þvílík leti segi ég nú bara og megi þeir skammast sín sem þetta stunda.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
mánudagur, 29. október 2007
þriðjudagur, 23. október 2007
Þetta er nú ekki hægt
Hvernig er hægt að vera haldinn ritstíflu svona lengi, ég bara spyr. Þetta á við hvort sem er þessa ágætu síðu eða lokaverkefnið mitt í háskólanum, grrrrrrrr.
Fjölskyldan stækkar því Óli Brynjar frændi eignaðist son þann 20 október og þar með fengu Oddný systir pabba og Ingvar hennar ekta maður titilinn "Amma og Afi", Til hamingju með titilinn.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)