Var að velta fyrir mér þessu með áramótin. Ákváðum að vera heima þetta árið enda flutt á nýjan vettvang, unglingur á heimilinu og ákváðum því að dvelja heima í nýju húsi að þessu sinni. Fengum góða gesti í kvöld, Þórunni, Rúnar og hluta af börnum. Áttum góða stund með góðum mat, drykk og góðri stemmu. Eftir að búið var að skjóta upp því litla sem keypt var (miðað við nágranna í Norðurbyggð eitthvað) fór að blása og blés hann og blés næstum húsinu um koll ( já næstum eins og i ævintýrinu um grísina þrjá). Að sjálfsögðu heyrðum við í slatta af fólki en gestirnir ákváðu samt að ferðast til síns heima þegar líða tók að morgni hvort sem um var að kenna komandi hvassviðri eða því að hér voru heimakærir ferðalangar á ferð sem langaði að komast í ból Bjarna ha ha.
Hvað sem á gekk eða mun ganga var þetta notalegt kvöld með góðri stemmu og skemmdi ekki ágætis áramótaskaup fyrir kvöldinu og hlógum við dátt yfir bröndurum sem á léttan hátt vöktu okkur til umhugsunar um liðið ár.
Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári og sjáumst hress á því næsta.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
En hver er tilgangur þess að blogga og fá ekkert comment. Spurning að kíkja á málþing bloggara þegar færi gefst til, blogg, blogg, blogg bloggi áramótabloggi.
Gaggalagúúú