Nú er þessi langa helgi að taka enda og ég verð að segja að mér þótti hún lítið lengri en aðrar helgar :o) enda flýgur tíminn áfram. Helgin var samt sem áður ánægjuleg:
Við ákváðum að vera heima hjá okkur á laugardaginn, aldrei þessu vant, þó svo Kaffihúsakórinn frá Vestmannaeyjum væri út í Hrísey með tónleika í Sæborg og Brekka væri auglýst opin fram á nótt :o) Við skelltum okkur aftur á móti út í eyju á sunnudeginum og sáum þá vegsummerki, á fólki, um næturopnun Brekku og vorum dauðfegin að hafa verið heima hjá okkur kvöldinu áður. Ég og Eygló fórum í húsvitjanir meðan Ómar fór á Brekku að horfa á einhvern mjög mikilvægan leik, ekki spyrja mig hvaða, og svo enduðum við hjá tengdó í grillveislu. Við vorum svo heppin að hitta Árna og Ólaf, litla, Þorstein en Ella var fjarri góðu gamni, á flækingu erlendis.
Eygló og Alída voru í fimleikum úti á lóð og svo var Eygló svo heppin að fá að prófa fjórhjólið hennar Alídu. Henni þótti ekki leiðinlegt að þeysast um og náði bara nokkuð góðum tökum á þessu
Hér er daman á hjólinu !
Alída flott í gallanum sínum, vel varin!
Smá vídeo af Eygló á Hjólinu
Þangað til næst
Kveðja Drífa
2 ummæli:
fínar myndir af þér eygló mín og þú ert greinilega góð í fimleikum og flott þetta fjórhjól en ég sá enga vídeóupptöku ´bið að heilsa öllum kveðjur amma í Vestmannaeyjum.
Er ekki kominn Evróvision fílingur í fólkið
kv úr Hafnarfirði
Gréta
Skrifa ummæli