Svona ykkur að segja þá ætlar hún Kristín Aðalsteinsdóttir að vera leiðsagnarkennarinn minn í meistaraprófsritgerinni og hittumst við einmitt í gær. Ég hef ákveðið viðfangsefni og nú er að leggjast yfir heimildir og rannsóknir sem snúa að viðfangsefninu. Þetta á svo allt eftir að skýrast þegar fram líða stundir, en ekki meira um það í bili enda allt á byrjunarstigi.

En ef ég horfi út fyrir fjölskylduna þá er ég að verða þokkalega bit á ástandinu sem ríkir í heimi fjármálanna hér á landi og spyr mig hvernig hægt er að ganga svo langt í svikum og prettum. Hvers vegna þarf öll þjóðin að blæða fyrir sukk ákveðinnar prósentu þjóðarinnar. Ég tók ekki þátt í kaupæði þjóðarinnar og ofurfjárfestingum hvorki hér á landi né erlendis. Hlutabréf hef ég aldrei átt og gamblaði því ekki með slíkt, ég á ekki jeppa né tvo bíla, ekki sumarhús á Íslandi né erlendis, ekki fellihýsi, tjaldvagn, húsbíl né gamalt skátatjald. Fataskápurinn minn er eins tómur og hann hefur verið alla mína ævi, þ.e. aðeins flíkur sem ég þarf á að halda hanga þar, flestar keyptar í Hagkaup og sokkarnir í Rúmfó. Það hanga ekki málverk á veggjunum, húsgögnin koma úr öllum áttum og þá helst úr Rúmfó eða frá öðrum heimilum sem hafa endurnýjað búslóðina. Stimplarnir í passanum mínum eru ekki fleiri en tveir á síðustu 6 árum en þeir voru ánægjulegir. Hvers eigum við að gjalda segi ég nú bara. Jú ég asnaðist til að kaupa mér hús með erlendum lánum og..... Já svona er lífið og við borgum bara þegjandi og hljóðalaust okkar himinháu reikninga með bros á vor :o)
Til hamingju Obama, hristu nú upp í liðinu.
Þangað til næstKveðja Drífa
4 ummæli:
Gaman að sjá að það blaktir líf á síðunni :o)
Líst vel á kjólinn, væri alveg til í uppskriftina, ekki veitir af að hafa einhverja handavinnu svona til að dreifa huganum... :o)
Kv.B
Rétt hjá þér frænka....það þurfa aðrir að blæða núna heldur en þeir sem eiga það skilið...
Kv.
Frænka þín á Hlíðargötunni
hæ hæ frænka mín
ég er bara að kvitta fyrir mig :)
en ég er líka svolitið löt við það að blogga hehe þannig þú ert ekki ein um það :) knús og kram þín Gunna
Gleðileg jól elaku frænka og
ég vona að þið hafið haft það gott um jólin :) knús Gunna og co
Skrifa ummæli