

Til hamingju Obama, hristu nú upp í liðinu.
Þangað til næstAnnars er lítið að gerast hér í Vanabyggðinni nema allir hressir og kátir eins og gengur og gerist. Brjálað að gera hjá Guðný og Aroni í skólanum en líka gaman að vera til. Ég sjálf bíð enn eftir að fá leiðsagnarkennara en það á víst að skýrast á næstu dögum. Hlakka til að fara að gera eitthvað af viti. Hef reyndar setið við prjónaskap að undanförnu og svo jólakortagerð sem er bara skemmtilegt. En nú ætla ég að fara að halla mér og segi bless
þangað til næst
Kveðja Drífa
Guðný er á kafi í skólanum og á vonandi eftir að plumma sig vel í vetur eins og hún hefur gert alla sína skólagöngu. Hún vinnur á Bautanum annað slagið og er farin að æfa Karate, já passið ykkur bara. Eygló er dugleg í skólanum og svo er brjálað að gera hjá henni í fimleikunum. Hún er komin í keppnishóp og fer líklegast til R. víkur í nóvember til að keppa ásamt hinum dömunum í I-2 en það mun vera hópurinn hennar. Ómar er enn í Byko og svo Vélsmiðjunni um helgar, ekki við drykkju og dans heldur við störf haha. Ég hef það bara gott þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Vinnan í Kiðagili er mjög skemmtileg enda frábært starfsfólk og svo barnahópur hjá okkur eins og alltaf. Ég steig stór skref í síðustu viku aftur inn í Háskólann á Akureyri og hyggst LOKSINS hefja meistaraprófsskrif. Já óskið mér til hamingju. TIL HAMINGJU DRÍFA :o) Það verður erfitt að byrja en líka skemmtilegt enda hef ég þörf fyrir að hefja áframhaldandi hugarþjálfun. Ég hef semsagt lagt fram einhverskonar hugmynd að efni í ritgerðina svo nú er verið að skoða hver getur orðið leiðsagnarkennarinn minn og þá fer boltinn að rúlla, vonandi hratt.
Og að lokum af því ég nefndi jólin þá líður senn að jólum og mikilvægt að muna að hugurinn er það sem skiptir máli
Gangi ykkur allt í haginn
þangað til næst
Kveðja Drífa
Hér er daman á hjólinu !
Alída flott í gallanum sínum, vel varin!
Smá vídeo af Eygló á Hjólinu
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Hættið að henda ruslinu á víðavangi
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Hvað er siðgæði ef það er ekki kristilegt?
Er trúboð í skólum þó svo kristinfræðikennsla fari fram?
Hvað með söngva, þulur og sögur sem snúa að kristni (menningu okkar) ?
Er ekki lýðræði sprottið af kristni?
Þjóðin er meira og minna kristin þó svo það séu ekki allir í þjóðkirkjunni eða að brölta í kirkju.
Hvað eru manngildi? Túlka allir orðið manngildi eins?
Hvað merkir orðið umburðarlyndi?
Hvað finnst mér um lífsstefnuskóla?
Hvað með menningu sem snýr að trú, sögunni?