mánudagur, 29. janúar 2007

Er að hafast

Þar sem ég hef aldrei notað bloggsíðu sem þessa þá lenti ég í smá vandræðum með að koma þeim upplýsingum sem ég vil hafa hér á réttan stað en þetta er að hafast, held ég.
Þegar ég svo ákvað að hafa mynd af mér á síðunni, svona til gamans, komst ég að því að það eru engar myndir til af mér til sem er skiljanlegt þar sem ég er í flestu falli bak við myndavélina. Ég endaði með að setja mynd af mér sem var tekin á toppi mælifells síðastliðið sumar svona aðeins til að monta mig á þeirri göngu. En svo ég vakni til vinnu á morgun held ég að ég ætti að fara að hætta þessu og koma mér í ró.

Nú á að Blogga á ný

Já nú er hugmyndin að endurlífga mig á veraldarvefnum og fara að blogga aftur. Ég ákvað að hætta með gömlu síðuna mína sem dó í lok ársins 2003 og byrja nýtt líf hér á þessari ágætu síðu. Það er svo spurning hvort ég hafi eitthvað að segja þegar á reynir. Annars er nóg að gerast á klakanum sem hægt er skrifa um og hver hefur ekki einhvert álit á þeim málefnum sem brenna á þjóðinni þessa dagana.En svona til að segja frá einhverju skemmtilegu svona í upphafi þá fór ég í kaffi í Hlein í dag þar sem formlega var verið að opna vefsíðu Markaðsráðs Hríseyjar http://hrisey.net/ . Ég vil óska þeim sem að því stóðu hjartanlega til hamingju, svo er bara að halda síðunni á lífi svo hún verði nothæf.Þar sem ég er nú bara að prófa þessa ágætu síðu og er að setja hana upp ætla ég nú að stoppa!!
Labels: sunnudagur 28. janúar 2007