Nú hefur vetur konungur látið á sér kræla hér norðan heiða enda þorrinn genginn í garð með öllu tilheyrandi. Við hjónin ætlum að skella okkur á blót á laugardagskvöldið með starfsfélögum Ómars og svo er auðvitað hið stór-skemmtilega þorrablót í Hrísey um næstu helgi. Miðarnir uppseldir og allir bíða spenntir, líka ég :o)
Ella er líka spennt :o) En Simmi verður fjarri góðu gamni.
Gummi mætir galvaskur en spurning hvort hann mæti í balldressinu eða komi í hefðbundunum klæðnaði
Þangað til næst
Kveðja Drífa
fimmtudagur, 31. janúar 2008
fimmtudagur, 24. janúar 2008
Janúar senn á enda
Tíminn flýgur enda í nógu að snúast. Þorrablótsundirbúningurinn í fullum gangi og allir miðar að seljast upp sem er bara frábært. Þetta verður jú síðasta blótið í Sæborg, blessuninni, og gaman að geta verið þátttakandi í því. Annars er bara lítið að frétta af okkur í Vanabyggðinni, bara nóg að gera í vinnu, skóla, íþróttum og öllu sem fylgir daglegu lífi flestra. Við höfum eins og flestir fylgst með fréttunum undanfarna tvo sólarhringa þ.e. skrípaleik þeirra sem borgarbúar kusu yfir sig. En það er víst ekki hægt að vita fyrirfram hvað grípur fólk þegar völd eru annarsvegar, hver sem á í hlut. Ég er alllavega fegin að vera ekki þátttakandi í þessari hringavitleysu sem skapast hefur í kringum borgarstjórnina og vona að menn fari að taka sig saman í andlitinu og vinna að þeim málefnum sem skipta máli og sanna tilverurétt sinn í stjórnmálaheiminum.
Ákvað að skella myndum hér inn bara svona til að hita upp fyrir blótið, bara 2 vikur til stefnu
Þangað til næst
Kveðja Drífa
fimmtudagur, 10. janúar 2008
Tíminn flýgur áfram......
Já tíminn flýgur enda í nógu að snúast. Börnin komin í leikskólann eftir jólafrí og starfið komið í fullan gír, gaman það. Það má segja að maður sé feginn að allt er komið í eðlilegt horf, ekki sofið fram að hádegi og vakað fram á rauðan morgun. Senn líður að þorrablóti og verður auglýsingum komið af stað um og yfir helgi. Víð hjónin höfum verið að vinna skemmtilegt verkefni í tengslum við það bæði í myndrænu formi og í formi leikþátta og höfum haft gaman af. Það verður gaman að hitta liðið í eyjunni og vona að þeim eigi eftir að þykja jafn gaman að hitta mig, að loknum skemmtiatriðum híhíhíhí.
En hvað þjóðmálin varðar þá er ótrúlegt hvað hægt er að leggja mikla orku og aura í gömul hús á laugarveginum á meðan barnafólk á höfuðborgarsvæðinu er að púsla saman dögunum hjá sér. Hver vika fer í að finna út hvernig fólkið getur stundað vinnu sína þar sem börnum þeirra er vísað heim úr leikskólunum sökum manneklu. Spurning að fara bara með börnin til ráðamanna í borginni og athuga hvort þeir hafi tíma aflögu til að brúa bilið hjá foreldrum. Nei allt sem snýr að dauðum hlutum virðist mikilvægara en við mannfólkið því miður. Það má segja að við kennarar í leikskólum á Akureyri séum í raun heppnir hvað þetta varðar, sem betur fer.
En hvað þjóðmálin varðar þá er ótrúlegt hvað hægt er að leggja mikla orku og aura í gömul hús á laugarveginum á meðan barnafólk á höfuðborgarsvæðinu er að púsla saman dögunum hjá sér. Hver vika fer í að finna út hvernig fólkið getur stundað vinnu sína þar sem börnum þeirra er vísað heim úr leikskólunum sökum manneklu. Spurning að fara bara með börnin til ráðamanna í borginni og athuga hvort þeir hafi tíma aflögu til að brúa bilið hjá foreldrum. Nei allt sem snýr að dauðum hlutum virðist mikilvægara en við mannfólkið því miður. Það má segja að við kennarar í leikskólum á Akureyri séum í raun heppnir hvað þetta varðar, sem betur fer.
En að lokum er það spáin í dag:
Hrútur: Þú ætlast til að fólkið þitt standi sig jafn vel og þú. En fólk er ólíkt. Reyndu að taka fólki á þeirra eigin forsendum. Í kvöld kemurðu erfiðu verki frá sem bíður þín.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
þriðjudagur, 1. janúar 2008
Árið er liðið i a........s.....
Var að velta fyrir mér þessu með áramótin. Ákváðum að vera heima þetta árið enda flutt á nýjan vettvang, unglingur á heimilinu og ákváðum því að dvelja heima í nýju húsi að þessu sinni. Fengum góða gesti í kvöld, Þórunni, Rúnar og hluta af börnum. Áttum góða stund með góðum mat, drykk og góðri stemmu. Eftir að búið var að skjóta upp því litla sem keypt var (miðað við nágranna í Norðurbyggð eitthvað) fór að blása og blés hann og blés næstum húsinu um koll ( já næstum eins og i ævintýrinu um grísina þrjá). Að sjálfsögðu heyrðum við í slatta af fólki en gestirnir ákváðu samt að ferðast til síns heima þegar líða tók að morgni hvort sem um var að kenna komandi hvassviðri eða því að hér voru heimakærir ferðalangar á ferð sem langaði að komast í ból Bjarna ha ha.
Hvað sem á gekk eða mun ganga var þetta notalegt kvöld með góðri stemmu og skemmdi ekki ágætis áramótaskaup fyrir kvöldinu og hlógum við dátt yfir bröndurum sem á léttan hátt vöktu okkur til umhugsunar um liðið ár.
Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári og sjáumst hress á því næsta.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
En hver er tilgangur þess að blogga og fá ekkert comment. Spurning að kíkja á málþing bloggara þegar færi gefst til, blogg, blogg, blogg bloggi áramótabloggi.
Gaggalagúúú
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)