föstudagur, 23. nóvember 2007

Þegar allt þrýtur

Er ekki málið að skoða stjörnuspá dagsins þegar allt þrýtur. Hrúturinn er náttúrulega skemmtilegt merki enda skemmtilegt fólk þar á ferð. Hver hefur ekki hitt skemmtilegan hrút, bara spyr? Burt séð frá því þá tjá stjörnurnar mér í dag að ég eigi að lifa lífinu en ekki að skrásetja það og því spurning hvort ég þurfi ekki að hætta skrifum hér á veraldarvefinn, ekki það að það hafi farið mikið fyrir mér að undanförnu. Verst að ég skoðaði spána svona seint þar sem mér er sagt að lifa lífinu í kvöld ekki það að ég sé í andaslitrunum en ég hefði getað velt fyrir mér öðrum verkefnum en tölvu-hangsi, síma-mali og þrif-verkum. En ég er allavega að lifa lífinu lifandi þó svo ég fari aðrar leiðir en sumir hvað það varðar.

Fór á tónleika í gærkveldi með Ómari mínum (ekki þínum), Eygló minni og Eygló, þ.e. tengdamömmu. Þau sem glöddu okkur með söng sínum voru Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar og get ég ekki sagt annað en ég hafi skemmt mér konunglega. Höllin var full af fólki og söngvarar og hljómsveit stóðu sig eins og hetjur að mínu mati, ekki frá því að það hafi vaknað upp smá-örlítil-pinkulítil jólatilfinning :o) þó ég hafi ekki misst mig í jólagjafainnkaupum, bakstri, jólakortagerð né skreytingum í dag heldur fór um mig nettur jóla-hrollur. Ætli ég láti jólaverkin ekki bíða til mánaðarmóta, þar til aðventan byrjar.

En nú þarf maður að fara að ganga með klósettrúllu á sér ef þannig vildi til að maður þyrfti að létta á sér við jólainnkaupin. Ég þarf kannski að fá mér nýja handtösku þar sem mín er mjög nett. Talandi um það þá var mikið gert grín að töskunni minni í vinnunni í morgun þegar ég þurfti að rífa allt upp úr henni til að leita að smáræði. Dömurnar störðu á töskuna og höfðu orð á því hvers konar taska þetta væri eiginlega, hvernig allt þetta drasl kæmist í hana. Hver veit nema rúllan komist fyrir, ég prófa það allavega áður en ég fjárfesti í nýrri tösku :o)

Já þjófar og vopnaðir ræningjar eru nú farnir að biðjast þá afsökunnar sem þeir ógna og ræna. Batnandi mönnum er best að lifa segir máltækið víst. Ég ætla að vona að þeir leggji þetta ekki í vana sinn hér eftir, þ.e. að ræna og koma svo grátandi og fyrirgefandi og þá eigi allir að brosa út í annað ef ekki bæði. Ég rakst á blogg um þessa frétt. Alltaf gaman þegar heimilunum og foreldrunum er kennt um "Það hlýtur eitthvað að vera að heima hjá honum". Er ekki bara þjóðfélagið orðið sýkt, burt sé frá einu eða öðru heimili ? Lífskapphlaupið gerir það að verkum að börn og unglingar í dag eru ekki að höndla það sem við höfum að bjóða þeim. Eigum við ekki bara að slaka á og gefa afkomendum okkar smá "breik" eða eigum við að ösla þeim áfram í peningaeyðslu, vinnufíkn og tímaleysi. Ekki meira um það...... enda ekki pláss fyrir þessa umræðu hér, grrrrrr :o)
En svona að lokum þá er Britney Spears (samkvæmt Vísi) farin að ganga aftur í nærbuxum. Halló, hverjum er ekki sama ?''

Einn að lokum

Þangað til næst
Kveðja Drífa

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Faðir getur ekki verið móðir......

Það er með ólíkindum hversu oft kynin vilja koma sér í hin ýmsu samtök eða félög sem hitt kynið hafa sett á fót til aðgreiningar. Það er ekki óeðlilegt að konur og karlar, mæður og feður, finni þörf á að aðgreina sig (svona annað slagið) enda mikilvægt að kynin fái að finna til sín svona við og við.
Sumar konur finna hjá sér hvöt til að ganga í félög sem ætluð eru körlum s.s. Félag ábyrgra feðra. Karlar finna sumir hverjir hvöt til að ganga í Kvenfélög (hafa jafvel lagt fram formlega ósk um aðild). Erum við orðin svona upptekin af því að ekki megi aðgreina kynin og sé það gert verði hinu kyninu misboðið og finni til einhverskonar "minnimáttar" tilfinningar. Ég spyr þar sem ég hef ekki fundið þessa hvöt hjá mér, sem konu, að komast í félög sem karlkynið hefur stofnað til og eru einungis ætluð karlmönnum.
Ég velti því fyrir mér hvort þingkonan okkar Steinunn Valdís Óskarsdóttir geti ekki, í kjölfar frumvarps um breytingu á starfsheitinu "ráðherra" geti ekki lagt fram aðra tillögu sem miðar að því að félög séu ekki aðgreind með kyni heldur beri ætíð heiti sem vísar til beggja kynja.
Svo er annað inn í myndinni þ.e. karlar og konur hafa fundið ýmsar leiðir í gegnum tíðina til að komast í hóp þess kyns sem það áður ekki tilheyrði.

Þangað til næst :o) og...
áður en allt verður vitlaust :o)
Kveðja Drífa


mánudagur, 12. nóvember 2007

Nýr mánuður

Sæl og takk fyrir síðast
HHH sagði mér að nú væri kominn nýr mánuður, takk fyrir upplýsingarnar :o )

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið eða þar síðan við fluttum, en ég skrapp í Hrísey síðustu tvær helgar með yngri dömuna til ömmu. Þar hlóðum við rafhlöðurnar, gistum og hittum vini og vandamenn, ekki slæmt að koma í Hrísey. Annars er lífið bara vinna, borða og sofa, eins og sjálfsagt hjá flestum.
Nú þarf maður að að fara að drífa sig í að kaupa jólagjafirnar og skrifa jólakortin því ekki ætla ég að vera sein þetta árið enda gengin í Samtök fyrirhyggjusamra húsmæðra (skráning stendur yfir). Lilja systir verður örugglega ánægð með það því þá fer ég kanski að muna eftir afmælisdögum fjölskyldunnar og hætti að slá tvær flugur í einu höggi þ.e. afmælisgjafir, fermingargjafir, jólagjafir og aðrar gjafir eru ávall gefnar í desember, nokkurskonar ársuppgjör :o) Í ár er ætlunin að sýna fyrirhyggju og ljúka öllum jólaverkum fyrir aðventu og njóta desembermánaðar í botn með kaffihúsaferðum, tónleikum, heimsóknum og án alls jólastress. Gangi mér vel, ætli ég endi ekki eins og þessi þarna
En svona að lokum fyrir HHH

Langferðabíll er á leiðinni til Akureyrar með fullan bíl af eldri dömum. Það er slegið létt á öxl bílstjórans af lítilli, gamalli konu sem spyr hann að því hvort hann vilji fá handfylli af hnetum.
Þar sem bílstjóranum þótti hnetur ekkert vondar, tók hann glaður á móti þeim, og hakkar í sig hneturnar. Eftir um það bil korter er slegið á öxl bílstjórans og er það aftur litla, gamla konan og spyr hann hvort hann vilji fá eina handfylli af hnetum í viðbót.
Hann tekur tilboðinu og nýtur þess að borða hneturnar sínar. Þetta endurtekur sig fimm sinnum þangað til bílstjórinn spyr litlu, gömlu konuna að því hvort hún og hinar eldri dömurnar vilji ekki heldur sjálfar borða hneturnar sínar.
"Við getum ekki borðað þær, því við höfum ekki tennur til þess" svarar hún.
" En afhverju kaupið þið þær þá???" spyr bílstjórinn forviða. "Jú sjáðu til; við elskum nefnilega súkkulaðið sem þær eru húðaðar með" svarar litla, gamla konan.

Þangað til næst
Kveðja Drífa