föstudagur, 23. nóvember 2007

Þegar allt þrýtur

Er ekki málið að skoða stjörnuspá dagsins þegar allt þrýtur. Hrúturinn er náttúrulega skemmtilegt merki enda skemmtilegt fólk þar á ferð. Hver hefur ekki hitt skemmtilegan hrút, bara spyr? Burt séð frá því þá tjá stjörnurnar mér í dag að ég eigi að lifa lífinu en ekki að skrásetja það og því spurning hvort ég þurfi ekki að hætta skrifum hér á veraldarvefinn, ekki það að það hafi farið mikið fyrir mér að undanförnu. Verst að ég skoðaði spána svona seint þar sem mér er sagt að lifa lífinu í kvöld ekki það að ég sé í andaslitrunum en ég hefði getað velt fyrir mér öðrum verkefnum en tölvu-hangsi, síma-mali og þrif-verkum. En ég er allavega að lifa lífinu lifandi þó svo ég fari aðrar leiðir en sumir hvað það varðar.

Fór á tónleika í gærkveldi með Ómari mínum (ekki þínum), Eygló minni og Eygló, þ.e. tengdamömmu. Þau sem glöddu okkur með söng sínum voru Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar og get ég ekki sagt annað en ég hafi skemmt mér konunglega. Höllin var full af fólki og söngvarar og hljómsveit stóðu sig eins og hetjur að mínu mati, ekki frá því að það hafi vaknað upp smá-örlítil-pinkulítil jólatilfinning :o) þó ég hafi ekki misst mig í jólagjafainnkaupum, bakstri, jólakortagerð né skreytingum í dag heldur fór um mig nettur jóla-hrollur. Ætli ég láti jólaverkin ekki bíða til mánaðarmóta, þar til aðventan byrjar.

En nú þarf maður að fara að ganga með klósettrúllu á sér ef þannig vildi til að maður þyrfti að létta á sér við jólainnkaupin. Ég þarf kannski að fá mér nýja handtösku þar sem mín er mjög nett. Talandi um það þá var mikið gert grín að töskunni minni í vinnunni í morgun þegar ég þurfti að rífa allt upp úr henni til að leita að smáræði. Dömurnar störðu á töskuna og höfðu orð á því hvers konar taska þetta væri eiginlega, hvernig allt þetta drasl kæmist í hana. Hver veit nema rúllan komist fyrir, ég prófa það allavega áður en ég fjárfesti í nýrri tösku :o)

Já þjófar og vopnaðir ræningjar eru nú farnir að biðjast þá afsökunnar sem þeir ógna og ræna. Batnandi mönnum er best að lifa segir máltækið víst. Ég ætla að vona að þeir leggji þetta ekki í vana sinn hér eftir, þ.e. að ræna og koma svo grátandi og fyrirgefandi og þá eigi allir að brosa út í annað ef ekki bæði. Ég rakst á blogg um þessa frétt. Alltaf gaman þegar heimilunum og foreldrunum er kennt um "Það hlýtur eitthvað að vera að heima hjá honum". Er ekki bara þjóðfélagið orðið sýkt, burt sé frá einu eða öðru heimili ? Lífskapphlaupið gerir það að verkum að börn og unglingar í dag eru ekki að höndla það sem við höfum að bjóða þeim. Eigum við ekki bara að slaka á og gefa afkomendum okkar smá "breik" eða eigum við að ösla þeim áfram í peningaeyðslu, vinnufíkn og tímaleysi. Ekki meira um það...... enda ekki pláss fyrir þessa umræðu hér, grrrrrr :o)
En svona að lokum þá er Britney Spears (samkvæmt Vísi) farin að ganga aftur í nærbuxum. Halló, hverjum er ekki sama ?''

Einn að lokum

Þangað til næst
Kveðja Drífa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega er ég ánægð að vita að Britney sé komin í brækurnar aftur, það hlýtur að vera frostið !
Það er svo kalt hér í Hrísey að bæði ullarsokkarnir og prjónabrókin voru tekin fram í dag. Ég er hjartanlega sammála þér að geyma jólaæðið fram að aðventu. Var í Galleríinu í allan dag mað jólamarkað en fann ekki jólastemminguna mína. En áfram með nautið....eða hakkið Kveðja Limar

Gunna sagði...

seigðu frænka seigðu .
svona er þetta þóðfélag í dag .
krakkarnir fá allt upp í hendurnar og þau höndla það ekki .
kær kveðja Gunna

Nafnlaus sagði...

Bara minna á - það er komin nýr mánuður:))))

HHHH