mánudagur, 12. nóvember 2007

Nýr mánuður

Sæl og takk fyrir síðast
HHH sagði mér að nú væri kominn nýr mánuður, takk fyrir upplýsingarnar :o )

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið eða þar síðan við fluttum, en ég skrapp í Hrísey síðustu tvær helgar með yngri dömuna til ömmu. Þar hlóðum við rafhlöðurnar, gistum og hittum vini og vandamenn, ekki slæmt að koma í Hrísey. Annars er lífið bara vinna, borða og sofa, eins og sjálfsagt hjá flestum.
Nú þarf maður að að fara að drífa sig í að kaupa jólagjafirnar og skrifa jólakortin því ekki ætla ég að vera sein þetta árið enda gengin í Samtök fyrirhyggjusamra húsmæðra (skráning stendur yfir). Lilja systir verður örugglega ánægð með það því þá fer ég kanski að muna eftir afmælisdögum fjölskyldunnar og hætti að slá tvær flugur í einu höggi þ.e. afmælisgjafir, fermingargjafir, jólagjafir og aðrar gjafir eru ávall gefnar í desember, nokkurskonar ársuppgjör :o) Í ár er ætlunin að sýna fyrirhyggju og ljúka öllum jólaverkum fyrir aðventu og njóta desembermánaðar í botn með kaffihúsaferðum, tónleikum, heimsóknum og án alls jólastress. Gangi mér vel, ætli ég endi ekki eins og þessi þarna
En svona að lokum fyrir HHH

Langferðabíll er á leiðinni til Akureyrar með fullan bíl af eldri dömum. Það er slegið létt á öxl bílstjórans af lítilli, gamalli konu sem spyr hann að því hvort hann vilji fá handfylli af hnetum.
Þar sem bílstjóranum þótti hnetur ekkert vondar, tók hann glaður á móti þeim, og hakkar í sig hneturnar. Eftir um það bil korter er slegið á öxl bílstjórans og er það aftur litla, gamla konan og spyr hann hvort hann vilji fá eina handfylli af hnetum í viðbót.
Hann tekur tilboðinu og nýtur þess að borða hneturnar sínar. Þetta endurtekur sig fimm sinnum þangað til bílstjórinn spyr litlu, gömlu konuna að því hvort hún og hinar eldri dömurnar vilji ekki heldur sjálfar borða hneturnar sínar.
"Við getum ekki borðað þær, því við höfum ekki tennur til þess" svarar hún.
" En afhverju kaupið þið þær þá???" spyr bílstjórinn forviða. "Jú sjáðu til; við elskum nefnilega súkkulaðið sem þær eru húðaðar með" svarar litla, gamla konan.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ojjjj - afhverju er þetta fyrir miggggg??????????????
En ég er sammála þessu með Samtök fyrirhyggjusamra húsmæðra er það ekki nafnið - hvar skráir maður sig, Árni er nefnilega í samtökum ábyrgra feðra - og ég hef ekki enn komist í nein samtök - mér sýnist þetta góð byrjun..
HHHH

Nafnlaus sagði...

Komast karlar í þessi samtök?

Drífa sagði...

Sæll Ingólfur
Gaman að sjá þig hér :o)
Ég skal kanna hvað varðar aðild ef áhugi er fyrir hendi af þinni hálfu
:o)