mánudagur, 29. október 2007

Áfram með smjörið

Ég verð víst að halda áfram þar sem ritstíflan brast, já áfram með smjörið. Rakst á frétt á mbl.is þar sagt er frá störfum lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu þ.e. að ökumaður hafi verið stoppaður með barn í framsætinu en reyndar með beltið spennt, je það reddar málunum eða þannig. Ég var ekkert svakalega hissa á þessu þar sem ég horfði uppá slíkt hátterni dag eftir dag við leikskólann þar sem ég vann, en ég verð alltaf jafn reið. Hvað veldur því að fólk gerir þetta. Nennir það virkilega ekki að setja barnið aftur í bílstólinn og spenna á það beltið. Þvílík leti segi ég nú bara og megi þeir skammast sín sem þetta stunda.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá og lesa að þú ert komin aftur- hélt kannski að þú værir bara enn að taka upp úr kössunum. Var nú farin að sjá að þú ættir nú ekki svona mikið dót að þú værir þetta lengi að taka upp úr kössunum. En hvað um það "Drifa is back" það er nú fyrir mestu
Kveðja úr Hafnarfirði - þar sem nú er bara rok og rigning.
HHHHHH

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá húsmóðurinni í hafnarfirði. Ég á svo mikið drasl að ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lokið við að taka upp úr kössunum og spurning hvort maður eigi ekki bara að sleppa því :o) en gaman að vita að þú kíkkar enn hér inn
Kveðja Drífa

Nafnlaus sagði...

Alveg vissi ég þetta að þú værir ekki búin að taka upp úr öllum kössunum ......
HH

Nafnlaus sagði...

Hæ Drífa frænka
Þakka allan stuðninginn við mig og mitt blogg og endalausa hvatningu hér til TX he he en mikið áttu nú fallega og unglega forledra -og orðin 65 ára - hef nú alltaf samband við þau á maili en ekkkert svar -ekki ræðin á neti - segðu honum frá síðu --okk kær kveðja frá kellu í TX

Nafnlaus sagði...

Sæl Drífa
Gréta hérna kona Óla Sævars bróður pabba þíns kannski sameinast þessi fjölskylda gegnum þitt blogg og Oddnýjar blogg svo við höfum loksins fréttir hvort af öðru.
kveðjur
Gréta
Allt gott að frétta úr Hafnarfirðinum bráðum fæðist lítill piltur í Danmörku

Nafnlaus sagði...

Hey það er komin nýr mánuður þannig að spurning um að þú bloggir.... Eða er það bara gert tvisvar í mánuði í lok mánaðar. er þetta bara svona mánaðarlegt?


HHH