miðvikudagur, 18. mars 2009

Ekki allir á fésinu :o)

Það er greinilegt að ekki allir eru komnir á fésið og óskaði Kristjana stóra :o) eftir myndum af Kristjönu litlu á þessari ágætu bloggsíðu sem virðist vera að líða undir lok sökum leti eigandans. En auðvitað verð ég við óskinni og skelli hér inn einhverjum myndum. Annars er lífið ósköp viðburðarsnautt hér í Vanabyggðinni nema hvað Kristjana stækkar og stækkar og liggur við að maður sjái mun á henni frá degi til dags. Við ætlum reyndar að skíra um páskana og fáum vonandi góða gesti víðsvegar að til að fylgjst með þessum merka viðburði :o). Guðný var í hálskirtlatöku og hefur því legið í rúminu í um viku, ekki mjög skemmtilegt hvorki fyrir hana né okkur sem yfir henni sitjum :o) Já það er greinilega ekki gott að láta rífa úr sér kirtlana. Eygló er á fullu í fimleikunum og stefnir í tvö mót í apríl mánuði hjá henni, hér heima og svo í R.vík. Ég er á fullu að skrifa rannsóknaráætlun fyrir meistaraprófsritgerðina og stefni á að vera með málstofuna í maí. Ómar er á fullu í Byko og svo er kallinn byrjaður að stunda líkamsrækt, já detti af mér allar dauðar :o)

Já það er kanski bara nóg að gera í Vanabyggðinni þegar grannt er skoðað haha.
En hér má sjá myndir af Kristjönu og Eygló



Ákvað að setja ekki myndir af Guðný minni hér inn, hún er nefnilega svo ángæð þegar mamma hennar er að setja myndir af henni inn á netið :o)
Þangað til næst
Kveðja Drífa