Rakst á grein í
Fréttum um hversu langt er fyrir börn að ganga til skóla (yfir 7-9 gatnamót) sökum sameiningar Barnaskóla Vestmannaeyja og Hamarsskóla. Ég verð nú að viðurkenna að ég sé ekki hver hagræðingin er að aldursskipta skólunum eins og ákveðið hefur verið að gera en manni er greinilega ekki alltaf ætlað að skilja stjórnarmenn þegar kemur að hagræðingu til að koma á sparnaðaráætlunum. En burt séð frá því þá fór ég að hugsa til baka, þegar ég gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja, hversu langt ég þurfti að ganga og yfir hversu mörg gatnamót.
Dæmi 1: Frá Búastaðarbraut, yfir Helgafellsbraut (1), út Túngötu, Yfir Kirkjuveg(2), Yfir Skólaveg(3) komin í skólann
Þó svo gatnamótin hafi verið fá til skóla voru þau mun fleiri þegar koma að skólagreinum á borð við sund og leikfimi, auk tómstunda á borð við handbolta, sund, fótbolta, frjálsar osfrv. Þá var lengra fyrir mann að fara úr Austurbænum sérstaklega þegar æfingar voru orðnar að minnsta 10-15 sinnum í viku meðan maður var enn að sprikla í öllu og hafði ekki ákveðið hvaða íþrótt maður vildi fremur annarri.
Dæmi 1: Frá Búastaðarbraut, yfir Helgafellsbraut (1) út Túngötu, út kirkjuveg, yfir Heiðarveg(2), yfir Hólabraut (3), Yfir gangbraut á Kirkjuvegi (4) Yfir gangbraut á Illugagötu (5) Niður göngustíg að íþróttahúsi
Dæmi 2. Frá Búastaðarbraut, yfir Helgafellsbraut (1) niður Birkihlíð, Yfir Kirkjuveg (2), út Hvítingaveg, yfir Skólaveg (3), út Brekastíg og upp og yfir Vallargötu (4), ú Bessastig, yfir Boðaslóð (5), yfir Heiðarveg (6) yfir Hólagötu (7) Yfir Brimhólabraut og þar gekk maður göngustíg og svo yfir Illugagötu (8) og þá var maður loksins komin á leiðarenda.
Það var jú stutt fyrir nemendur í Hamarskóla í skólann og í íþróttir, heppin þau. Ég man líka þá tíð þegar maður þurfti hálf að hlaupa frá Barnaskóla í íþróttamiðstöð og svo til baka til að ná á réttum tíma í skólann aftur.
Þó svo hreyfing sé góð fyrir alla þá skil vel að foreldrar yngri barna séu vonskviknir yfir þessari breytingu enda langt fyrir barn sem er að hefja skólagöngu sína að ganga Austast úr bænum og mæta í Hamarskóla. Ég veit að dóttir mín hefði þurft að leggja í-ann klukkan 07:00 til að ná fyrir átta í skólann sökum þess að hún var í 35 mínútur að ganga frá Hásteinsblokk í Barnaskólann þar sem hún þurfti að ganga yfir tvær umferðargötur og fór að sjálfsögðu ekki yfir fyrr en hafði gengið í skugga um að allir bílar væru farnir svo hún lenti ekki undir þeim.
Vona að allar þessar breytingar eigi eftir að gleðja íbúa í Vestmannaeyjum og það eigi allir eftir að verða sáttir á endanum, hvort sem þeir ná fram skólabíl eður ei.
Gangi ykkur allt í haginn
Þangað til næst
Kveðja Drífa.