Var að frétta að halda ætti árgangsmót hjá mínum skemmtilega gos-árgangi í Vestmannaeyjum, hinum eina sanna 1973. Mér er sagt að það séu 20 ár frá fermingu okkar sem getur nú bara varla staðist, hlýtur að vera einhver misskilningur :o)
Ég hef reyndar ekki fengið bréf frá nefndinni ennþá, sem mér finnst skrítið, en ég trúi varla að ég hafi gleymst. Ég er nú reyndar búin að vera í einangrun í Hrísey í rúm 9 ár, en come on.
En allavega þá verða herlegheitin haldin í lok september og auðvitað mætir maður hvort sem fólki lýkar betur eða verr :o)
Hafdís vinkona og fleiri klárar tátur úr árgangnum hafa búið til heimasíðu sem er frábært framtak, til hamingju með þetta dömur. Endilega kíkið á síðuna og sjáið hvaða skemmtilega fólk er fætt þetta herrans ár 1973 í Vestmannaeyjum.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli