Einhvernveginn virðist vera að fréttir af slysum og hörmungum, hvort sem er hér á landi eða úti í heimi, séu að hellast yfir mann þessa dagana nema ég sé eitthvað viðkvæmari en ella. Hörmungar á borð við bílslys, hitabylgjur, flóð, fólk í sjálfheldu á hálendinu, verðbólga, gengishrun og fleira umleika fréttatímana svo maður verður hálf þunglyndur og finnst lífið hálf vonlaust. Það koma þó gleðifréttir inn á milli s.s. 700 milljóna króna hagnaður af rekstri Smáralindar :o+ og fleira í þeim dúr.
Allt er vitlaust vegna reykinga og ekki-reykinga og Íslendingar þurfa að fara að hugsa sig um hvað varðar drykkju og ólæti í miðborg Reykjavíkur. Sumir kennarar setja kröfur um námstæki sem kosta of-fjár, einhverjir unglingar keyra á ofsahraða meðan aðrir bílstjórar eru teknir oft sama daginn fyrir ölvunarakstur. Já það er magt sem landinn þarf að hafa í huga og spurning hvort ekki sé hægt að halda hlýðni-námskeið til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. Spurning að tala við Óla Pálma :o)
En það er ekki nóg með að drykkja og reykingar séu að valda skaða heldur eru menn farnir að koma fyrir slysagildrum þ.e. gosbrunnum með járnbútum í botninum svona til að koma í veg fyrir að menn fari að baða sig á óæskilegum tíma í miðbæ Keflavíkur.
En svona að lokum dömur:
As we grow older women gain weight. This happens because we accumulate a lot of information in our heads.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
2 ummæli:
Algjörlega sammála þessu -er komin inn á síðu og vona að ég fái fleiri E-mail til TX
Frá frænku í TX
Já svona er bara lífið en ég er nú eiginlega sammála þér þetta er nú orðið hálf ruglað allt , heyrði í fréttum í morgun þegar ég var rétt komin af stað og búin að fá mér einn sopa af ab mjólkinni minni í og komin út fyrir Hafnarfjörðin og komin á brautina. maður hafði sem sagt verið tekin á Hverfisgötunni held ég , og þegar lögreglan stoppaði var hann með afsagaða haglabyssu, auka skot og hníf ..... hvað var þessi maður að fara gera .... ekki er maður bara á rúntinum með svona útbúnað. Síðan var talað um fólk sem hafði komið heim til sín eftir tveggja vikna sumarfrí og einhver hafði verið búin að vera í íbúðinni þeirra og stolið öllum verðmætu. HVAÐ ER AÐ...... (eins og Óli er farin að segja núna) Ekki varð það betra þegar ég las á mbl.is að kona í USA hafði reynt að sturta nýfæddu barni niður klósettið á MacDonalds en hún hafði fætt barnið þar og ..... já HVAÐ ER AÐ.. En maður verður kannski bara svona í þessari rigningu og myrkrið að koma.....Verum samt bara jákvæð og glöð og spurning um að kaupa sér bara góða rauðvín og skella henni í sig er það ekki bara málið
kv
HHH
Skrifa ummæli