miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Búið í kössum

Nú er allt að verða komið í kassa og á bretti í geymslu því senn líður að flutningi. Við fórum með yngri dömuna í heimsókn í Brekkuskóla í dag þar sem við innrituðum hana og hún fékk að hitta kennarann sinn og skoða skólann. Okkur líst bara vel á þetta allt saman og Eygló var bara nokkuð brött þó svo henni finnist svolítið erfitt að fara frá krökkunum í Hrísey. En við erum ekki að fara langt og eigum öruggleg eftir að vera með annan fótinn hér i eyjunni hjá ömmu og afa.

Var að lesa Fréttir og sá að fyrsta lundapysjan er komin til byggða. Það var nú gaman í denn þegar maður var allar nætur hlaupandi eftir þessum litlu kvikindum til að henda þeim í sjóinn daginn eftir :o)


Svo rakst ég líka á mynd af þeim hjónum Magga Kristins og Lóu á nýju þyrlunni sinni, ekki leiðinlegt það. Ég ætla nú að nefna það við árgangsmóts-nefndina hvort það verði ekki bara samið við Magga um að sækja árgangsmeðlimi til okkars heima á þyrlunni til að auðvelda okkur að koma. Það væri ekki leiðinlegur ferðamáti í stað þess að veltast um með dallinum í þrjá tíma

Þangað til næst

Kveðja Drífa

Engin ummæli: