þriðjudagur, 23. október 2007

Þetta er nú ekki hægt

Hvernig er hægt að vera haldinn ritstíflu svona lengi, ég bara spyr. Þetta á við hvort sem er þessa ágætu síðu eða lokaverkefnið mitt í háskólanum, grrrrrrrr.
En þrátt fyrir það hefur ýmislegt verið að gerast í lífi mínu. Mamma og pabbi, Lilja sys, Valdi og börnin komu á miðvikudaginn í heimsókn og fóru aftur á sunnudag. Tilefnið var 65 ára afmæli föður míns sem segir mér að ég sé að nálgast 35, í apríl á næsta ári. Til hamingju með afmælið pabbi :o) Við gerðum okkur glaðan dag, elduðum góðan mat, drukkum írskt kaffi og dönsuðum á eftir við undirspil hinnar ágætu hljómsveitar Dans á rósum frá Vestmannaeyjum. Skellti hér einni mynd af mömmu og pabba sem var tekin í sumar á Hríseyjarhátíðinni.
Fjölskyldan stækkar því Óli Brynjar frændi eignaðist son þann 20 október og þar með fengu Oddný systir pabba og Ingvar hennar ekta maður titilinn "Amma og Afi", Til hamingju með titilinn.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Gunna sagði...

hæ Drifa mín .
hehe ég er miklu verri en þú að blogga en svona er það þegar er svo mikið að gera hjá manni en til hamingju með pabba þina já timin liður .kær kveðja Gunna

Nafnlaus sagði...

Sæl
Það var mikið að ritstíflan brast. Vertu svo duglegri að blogga.
Kveðja
Linda