miðvikudagur, 26. september 2007

Hvað er í gangi?

Ja hérna, það er langt síðan ég pikkaði inn einhverjar línur á þessa ágætu síðu. Hvað verldur? Hrikalega margt en stundum hefur maður bara ekkert að segja eða allavega vill ekki segja það hér á veraldarvefnum og hana nú.
Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan síðast og má þá helst nefna óvissuferð með starfsfélögum mínum, matarboð með starfsfélögum Ómars og svo árgangsmót með mínum ágætu bekkjarfélögum frá Vestmannaeyjum. Það má segja að það hafi verið gaman að hitta allt þetta fólk sem maður ólst upp með og fyndið hvað allir eru í raun eins og þeir voru hér í denn, enginn breyst neitt mikið nema kannski nokkrum hárum færri á höfðinu eða nokkrum kílóum fleiri um mittað. En nóg um það.


Hér má sjá sigurvegarana í sjóstöng í óvissuferðinni okkar ásamt þeim gula

Þangað til næst
Kveðja Drífa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju þú hefur greinilega ekki verið fjölskyldunni til skammar og unnið þessa keppni. Klikkar sem sagt ekki á smá atriðum..........
HHHHH

Gunna sagði...

hæ frænka mín :)
við snorri erum hjá mömmu og pabba í texas og og erum búin að skemta okkur vél .mamma sagði mér frá þessari siðu og ég varð bara að kikja á hana hjá þér og hún er voða flott hjá þér :)

kær kveðja Gunna (hennar oddnýjar)