föstudagur, 7. september 2007

Er ekki kominn tími til að tengja.....

Komið sæl og blessuð sem leið sína leggja á þessa ágætu síðu. Nú erum við flutt í Vanabyggðina á Akureyri og erum að koma okkur fyrir. Það er ekki frásögu færandi en við höfum nú búið hér í viku og fengum nettenginguna hjá Símanum í dag, já viku eftir flutninginn (sem átti að gerast á næstu 3 dögum) og jú það er árið 2007. Það var nú samt broslegt þegar ágætis kona hringdi hér í fyrra kvöld og bauð okkur aukna þjónustu hjá símanum sem byggðist á einhverju sem ég veit ekki hvað var, en...... við báðum hana vinsamlegast að koma því til skila að í stað þess að bjóða okkur eitthvað nýtt þá þætti okkur væntum að þeir hjá Símanum gæfu sér tíma til að sinna því sem við þegar bíðum eftir og höfum verið í ákrift með undanfarin ár þ.e. nettengingu okkar ágæta heimilis. En allavega, hér er ég komin aftur og mun vonandi verða dugleg í vetur að halda glæðum í þessari síðu.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin aftur :)
kv. BÓB

Nafnlaus sagði...

heyr heyr þetta með símann er búin að vera í veseni með tenginuna en hún er svo hæg að maður er bara farin að grána . Við erum með betri tengingu upp í bústað en hér í Hafnarfirði og þjónusta símans fær -5 í einkunn frá okkur
HHHHH