þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Faðir getur ekki verið móðir......

Það er með ólíkindum hversu oft kynin vilja koma sér í hin ýmsu samtök eða félög sem hitt kynið hafa sett á fót til aðgreiningar. Það er ekki óeðlilegt að konur og karlar, mæður og feður, finni þörf á að aðgreina sig (svona annað slagið) enda mikilvægt að kynin fái að finna til sín svona við og við.
Sumar konur finna hjá sér hvöt til að ganga í félög sem ætluð eru körlum s.s. Félag ábyrgra feðra. Karlar finna sumir hverjir hvöt til að ganga í Kvenfélög (hafa jafvel lagt fram formlega ósk um aðild). Erum við orðin svona upptekin af því að ekki megi aðgreina kynin og sé það gert verði hinu kyninu misboðið og finni til einhverskonar "minnimáttar" tilfinningar. Ég spyr þar sem ég hef ekki fundið þessa hvöt hjá mér, sem konu, að komast í félög sem karlkynið hefur stofnað til og eru einungis ætluð karlmönnum.
Ég velti því fyrir mér hvort þingkonan okkar Steinunn Valdís Óskarsdóttir geti ekki, í kjölfar frumvarps um breytingu á starfsheitinu "ráðherra" geti ekki lagt fram aðra tillögu sem miðar að því að félög séu ekki aðgreind með kyni heldur beri ætíð heiti sem vísar til beggja kynja.
Svo er annað inn í myndinni þ.e. karlar og konur hafa fundið ýmsar leiðir í gegnum tíðina til að komast í hóp þess kyns sem það áður ekki tilheyrði.





Þangað til næst :o) og...
áður en allt verður vitlaust :o)
Kveðja Drífa


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála þessu en svona til leiðréttingar þá hafa Karlmenn fengið inngöngu í Kvennfélag en ég vann einmitt með einum slíkum á Dalvík. En það var Sæmundur Andersen sem var limur í Kvennfélaginu á Dalvík og var stoltur af því. En þetta er alveg ótrúlegt og konur eru í raun munn verri er karlmenn í þessu, og reyna að koma sér allstaðar að og búa til einhverjar hreyfingar sem bara eru ætlaðar konum. Dæmi
# Auður í krafti kvenna
# Félag kvenna í atvinnurekstri
# truno.is
# Kvennfélag
Og hvað þetta nú heitir allt.
en áður enn allt verður brjálað
kveðja og skál!!!!!!!
HHHH

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki verið alveg sammála ykkur enda ekkert gaman ef allir eru sammála. Mér finnst allt í lagi að konur séu ráðherrar og formenn. En ef þú segir karlmanni að hann sé húsmóðir eða flugfreyja eða bara hjúkrunarkona þá gengur það ekki upp !!!!
Það eru alltaf fundin upp nýyrði fyrir þá. Þannig að mér finnst umræðan hjá Steinunni Valdísi bara nokkuð þörf og held ég að hún hafi alveg fengið viðbrögðin sem hún vildi.
Skál í boðinu.
Limar í Hrísey

Drífa sagði...

Sæll Limar
Það er í góðu lagi með frumvarp Steinunnar enda er ég kona og hver veit nema ég verði einhverntíma Ráð-eitthvað. Það var þetta með félögin sem var umræðan (sjá comment frá ingólfi vini mínum um aðgang). Ég vil að konur og karlar geti stundað félagsskap sem samanstendur af samskonar kyni :o). Grínið var að fá Steinunni til að taka þetta með til að koma í veg fyrir vandamál af þessu tagi og að bæði kynin hafi ávallt aðgang að öllum félögum.
Æ, ræði þetta við þig á morgun
Kveðja Drífa