föstudagur, 14. desember 2007

Jóla hvað?

Desember er genginn í garð og takk fyrir að minna mig á það HHH, ekki veitir af því að pikka í mig þar sem ég þarf að komast í jólaskap.
Það má segja að jólastressið sé að fara með landann, allavega ákveðinn kjarna, meðan aðrir hafa ekkert annað að gera en að pikka á tölvu (líkt og ég er að gera núna) og blogga um húðlit söngkonunnar Birgittu Haukdal, come on, hverjum er ekki sama hvort hún er of gul eða ekki.
Annars hef ég nú ekki mikið að segja hér á þessu ágæta kvöldi enda búin að vera að dúlla mér hér heima við að gera sem minnst, útbúa smá sætindi til að fara með í vinnu á morgun og leika jólasvein. Jólastressið hefur ekki látið á sér kræla hjá mér sem betur fer, enda borgar sig að vera í Félagi fyrirhyggjusamra húsmæðra, en verð fegin að losna við jólakortin og pakkana af borðinu sem senda á suður. Talandi um pakka þá hef ég gert tvær tilraunir til að skjótast í verslun í síðustu viku eftir tveimur gjöfum. Það hefur ekki gengið nógu vel þar sem ég fyllist óhug við að sjá bílastæðin og fæ nett sjokk þegar ég geng inn í verslanirnar. Fjöldinn allur af fólki flykkist milli rekka með haugana af mat, drykk, gjöfum og bara einhverju sem það finnur og stressið og örvæntingin skín úr andliti þeirra. Blessuð börnin standa á orginu sökum leiðinda og löngunnar í það sem verslanirnar hafa að bjóða, leikföng í miklu magni. Á meðan eru aðrir sem eru léttir á þessu og ganga um verslanirnar en fara nær tómhentir heim sökum þess að þeir ná ekki að fókusera í þessum látum. Ætla að gera eina tilraun annað kvöld til að ljúka þessu og vona að jóla-stress-fólkið verði heima að baka 20 sortir af smákökum svo jólin komi nú örugglega á réttum tíma hjá þeim. Já jólin geta verið erfið fyrir marga og margt sem þörf er að takast á við:
En frá allt öðru en jólum og nú skulum við tala um kjamma, já sæll.
Nú er þorrablótsundirbúningur hafinn og erum við hjónin að vinna að smá verkefni tengdu síðasta þorrablótinu í Sæborg í Hrísey sem verður laugardaginn 9. febrúar 2008 (miðapantanir og frekari upplýsingar nánar auglýstar síðar). Þetta mun verða eitt af síðustu embættisverkum okkar hjóna í Hrísey, að sitja í Þorrablótsnefnd, en eigum vonandi eftir að mæta galvösk á þorrablót í Hrísey um ókomna tíð.
Og núna, af því ég er búin að koma auglýsingunni að, er best ég fari í háttinn.
Þangað til næst og góða nótt
Kveðja Drífa

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bleeeesssuð gott að sjá að þú bloggar þá amk einu sinni í mán. Gott að heyra að þið eruð ekki komin í gírinn - hér er sko allt í fyrsta gír. Erum sko búin að kaupa allar jólagjafir það var bara gert í einni ferð eða tveim og dæmið klárað nú þarf bara að pakka niður og senda út. Var að vísu pínu sein með jólakort en er búin að panta þau - koma vonandi fyrir jól en ef það gerist ekki þá koma þau fyrir áramót. En jólin koma er það ekki. Er svo sammála þessu með bílastæðin - hef ekki vogað mér hvorki inní Smáralind né kringlunna síðan í byrjun nóv - ég held að ég yrði gagagag þ.e. meira en nú þegar.
kveðja norður frá HHHH

Nafnlaus sagði...

Bara til að sýna að ég er orðin góð móðir, þá fær Óli í skóinn í ár........

Gunna sagði...

Elsku fjölsylda
Gleðileg jól og ég vona að þið hafið það gott á jólanum .
jólaknús ykkar Gunna og Snorri

Nafnlaus sagði...

Sæl Drífa mín gaman að sjá hvað þú ert orðin stór og dugleg.Já tíminn er fljótur að líða mér finnst eins og það hafi verið í gær sem þú spurðir mig hvort Stokkseyri væri Akureyri ég hefði ekki trúað því að þar ættirðu að eiga heima en svona er nú lífið.Það er gott að þér gengur vel og átt orðið góðan mann og börn, að vísu sakna ég matarins frá ykkur,en ég verð þá bara að sníkja eitthvað hjá Valgerði Unu eða þá í eyjum. Heldur varstu nú þreytuleg og glær þegar við hittumst síðast en líklegast var það bara ferða þreyta allavega vona ég að þú sért ekki að þvælast mikið á þessum stöðum þar sem allir eru fullir að borða skemmdan mat og halda að að það sé voða gaman. Þú veist að ég sagði þér þegar þú varst lítil að þetta væri blekking og slæmur félagskapur og eftirsókn eftir vindi.Fyrirgefðu stafsetninguna ég er orðinn bæði les og ritvilltur eins og þú veist kanski batna ekki með aldrinum. Kær kveðja til ykkar allra ykkar einlægur Venni eldri(Afi) Selfossi. ps. vertu svo þæg og góð svo að allir fyrir norðan geti séð að þú ert að sunnan frá Vestmanna-eyjum. Svo er hér lítill málsháttur.

Betri er þjóðhátíð en goslokahátíð

Nafnlaus sagði...

Sæll Venni minn
Það var mikið að ég fann þessa færslu sem ég vissi að þú hefðir verið að bardúsa við að setja á vefinn hjá mér. Takk fyrir skemmtilegan pistil og sjáumst vonandi hress og kát í sumar
Kveðja Drífa