fimmtudagur, 27. desember 2007

Jólin koma, jólin fara

Nú er hversdagsleikinn tekinn við í um það bil tvo daga og þá fer maður aftur að huga að hátíðunum og að þessu sinni er það áramótahátíðin. Við erum búin að hafa það þokkalega gott yfir jólin, áttum ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldunnar, fengum góðan mat, gjafir, jólakort og kveðjur sem reyndar fækkaði verulega þetta árið, spurning að flytja oftar. VIð fórum í Hrísey á Jóladag og vegna þess hve ólæs við erum í fjölskyldunni fórum við á vitlausum tíma á sandinn en urðum heppin að fá far með Huldu Hrönn, M. Helgadóttur sem var að fara út í Hrísey eftir messuhald í Stærri Árskógkirkju, heppin við. Við fengum að sjálfsögðu hangiket hjá tengdó á jóladag og svo var farið snemma í háttinn. Reyndar var líka farið snemma á fætur eða um miðja nótt þar sem nýji fjölskyldumeðlimurinn (Katla) sem er hamstur vakti alla í Hólabraut 3 með hlaupum. Já það liggja ekki allir í leti yfir jólin ha ha. Ég mér göngu út að hliði í hádeginu á annan í jólum, dásamlegt veður, og ekki hægt annað en fara út og njóta þess. Við fórum svo í kaffi til Báru og Kidda og strax á jólaball að því loknu og svo strax í mat til tengdó áður en ferðinni var haldið heim á leið með ferjunni. Já við dóum ekki úr hungri í Hrísey heldur bættum við síðubitann sem þýddi fyrir mig, Ræktin, púff púff, það var erfiður jólatíminn í dag. En allavega þá er vinna á morgun og svo aftur frí, hvernig endar þetta allt saman.









Guðný las á pakkana








Spennan í hámarki. Katla, nýr fjölskyldumeðlimur







Sveinkar úr Dimmuborgum komu á jólaball í Hrísey







Vel skreytt hjá ömmu og afa í Hrísey

Þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: