fimmtudagur, 24. janúar 2008

Janúar senn á enda

Tíminn flýgur enda í nógu að snúast. Þorrablótsundirbúningurinn í fullum gangi og allir miðar að seljast upp sem er bara frábært. Þetta verður jú síðasta blótið í Sæborg, blessuninni, og gaman að geta verið þátttakandi í því. Annars er bara lítið að frétta af okkur í Vanabyggðinni, bara nóg að gera í vinnu, skóla, íþróttum og öllu sem fylgir daglegu lífi flestra. Við höfum eins og flestir fylgst með fréttunum undanfarna tvo sólarhringa þ.e. skrípaleik þeirra sem borgarbúar kusu yfir sig. En það er víst ekki hægt að vita fyrirfram hvað grípur fólk þegar völd eru annarsvegar, hver sem á í hlut. Ég er alllavega fegin að vera ekki þátttakandi í þessari hringavitleysu sem skapast hefur í kringum borgarstjórnina og vona að menn fari að taka sig saman í andlitinu og vinna að þeim málefnum sem skipta máli og sanna tilverurétt sinn í stjórnmálaheiminum.
Ákvað að skella myndum hér inn bara svona til að hita upp fyrir blótið, bara 2 vikur til stefnuÞangað til næst
Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast Drífa mín....
Alltaf gaman þegar þú bloggar, flottar myndir. Vildi bara segja þér að þú ert með vinsælasta tengilinn á hrisey.net komin yfir 700 heimsóknir. Til hamingju með það....
Linda

Nafnlaus sagði...

Eg gleymi alltaf að fara i gegnum hrisey.net inn á bloggið þú ert nú bara kominn i favorite - en ég fer nu bara einu sinni í manuði en þetta er eitthvað að lagast hjá þe er farin að hlakka mikið til að koma á blótið
er að fara panta flug og þa er bara koma sér norður
HHHHHH
kveðja til allra