fimmtudagur, 31. janúar 2008

Vetur konungur

Nú hefur vetur konungur látið á sér kræla hér norðan heiða enda þorrinn genginn í garð með öllu tilheyrandi. Við hjónin ætlum að skella okkur á blót á laugardagskvöldið með starfsfélögum Ómars og svo er auðvitað hið stór-skemmtilega þorrablót í Hrísey um næstu helgi. Miðarnir uppseldir og allir bíða spenntir, líka ég :o)










Ella er líka spennt :o) En Simmi verður fjarri góðu gamni.





Gummi mætir galvaskur en spurning hvort hann mæti í balldressinu eða komi í hefðbundunum klæðnaði

Þangað til næst
Kveðja Drífa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góðar myndir .....
Já það er nú ekki hægt að segja annað maður bíður spenntu meira segja búin að haga því þannig að maður getur verið þunnur allan sunnudaginn þar sem ég fer ekki suður fyrr en á mánudag nú verður tekið á því - bara passa að maður fái góð sæti gamla - spurning hvort maður á að mæta í Brimklóarkjólnum eða gamla brúðarkjólnum hennar mömmu eða bara nýjum sem samt hefur verið í sæborg -
kv
HHHH