mánudagur, 16. júní 2008

Það er að koma 17. júní

Það er naumast að tíminn flýgur áfram, ég hef ekki skrifað hér í rúman hálfan mánuð. En nóg hefur verið að gera hjá okkur og er það kannski ástæðan fyrir bloggleysinu. Laugardaginn 7. júní skelltum við Eygló okkur út í Hrísey til ömmu og afa í kaffi og til að taka þátt í kvennahlaupinu. Sunnudaginn 8 júní fórum við svo aftur út í Hrísey því verið var að opna nýja íþróttahúsið. Húsið er stórglæsilegt og geta eyjaskeggjar ekki kvartað yfir plássleysi til íþróttaiðkunar, allir í ræktina :o). Einhverjir eiga þó sjálfsagt eftir að sakna Sæborgar enda átt margar góðar stundir þar um ævina.
Síðan leið vikan og var þá nóg að gera hjá öllum fjölskyldumeðlimum í vinnu meðan yngsti meðlimurinn stundaði fimleika af fullum krafti.
Um helgina skellti ég mér í gönguferð með Ferðafélagi Akureyrar. Þetta var tveggja daga ferð, siglt að látrum og komið sér fyrir í skálanum. Að því loknu var gengið að og upp Uxaskarð og svo gengið á Gjögurfjall þar sem við fengum geggja útsýni þó svo þokubakki hafi aðeins truflað útsýnið. Þegar allir höfðu fengið nægju sína af fjallasýn var haldið til baka í skálann og tók þessi ganga um 6 klukkustundir. Um kvöldið var kvöldvaka þar sem Gunnar Halldórs stjórnaði fjöldasöng og fólk reitti af sér brandara. Reyndar var þreyta að hrjá þennan 15 manna hóp og voru allir komnir í koju klukkan 22:00. Á degi tvö var vaknað klukkan 08:00, borðaður morgunverður og svo pakkað niður fyrir heimferðina. Haldið var að stað klukkan 09:15 og gengin látraströndin endilöng til Grenivíkur og tók sú ganga um 9 tíma, reyndar með þó nokkrum stoppum til að nærast og skoða útsýnið. Ferðin var frábær enda dásamlegt útsýni og skemmtilegur hópur sem þarna var á ferð. Það var þreyttur hópur sem lenti á Grenivík klukkan 18:00 og má segja að Grenivík hafi sjaldan verið eins fögur og þennan dag þegar við drösluðumst síðustu kílómetrana, en þetta mun hafa verið um 21 kílómetri sem arkaður var. Nú er 17 júní á morgun og ætla ég að taka það rólega í Hrísey og hlaða batteríin fyrir komandi vinnuviku.











Set inn fleiri myndir síðar
Þangað til næst
Kveðja Drífa

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kraftur í þér fallegar myndir
kv úr Hafnarfirðinum
Gréta

Nafnlaus sagði...

Já tek undir þetta - mikið er ég nú stolt af þér - Gott að hafa það náðugt í Hrísey á morgun :) spurning hvort búið sé að baka muffins handa litla bróa?????
kv
HHH

Ég sjálf sagði...

Sæl frænka mín

Bestu kveðjur úr sólinni í Eyjum á 17. júní.

Eygló

Nafnlaus sagði...

Sælar allar

Takk fyrir kveðjurnar

Þangað til næst

Kveðja Drífa

Gunna sagði...

ég er bara að kvitta fyrir innlitið .flottar myndir :) knús Gunna

Nafnlaus sagði...

Frá Tx
Mikið er landið okkar nú fallegt og líka fyrir norðan.. he he -til hamingju með gönguna -alltaf viss sigur hver ganga.. fór með Erling og Bergþóru í 5 tíma göngu eða 5.5á Reykjanesskaga og var yndislegt þrátt fyrir rigningu rok og fl.. og enduðum í Grindavík í fjöldasöng auðvitað...kær kv
til allra
þín frænkan Oddný