sunnudagur, 1. júní 2008

Sjómannahelgin

Skelltum okkur út í Hrísey í dag og fórum með stórfjölskyldunni á glæsilegt kaffihlaðborð í Sæborg. Gaman að sjá hve vel er mætt því svo virðist sem á mörgum stöðum sé sjómannahelgin orðin hálf ómerkileg sökum lítillar þátttöku og áhugaleysis. Það skiptir víst máli að sjómennskan er á undanhaldi víða og á í vök að verjast. En þó Ómar sé hættur á sjónum finnst mér mikilvægt að haldið sé uppi heiðri sjómanna þessa helgi og er það sjálfsagt eitthvað tengt uppvexti mínum því pabbi var á sjónum alla mína barnæsku og mun lengur en það.


Guðný og Aron komu með okkur og Guðný mín keyrði út á sand og til baka enda mikilvægt að hún æfi sig áður en stóra stundin rennur upp, bílprófið. Hún fór líka rúnt á dráttarvélinni með afa sinn sér innan handar og leiddist það ekki. Eygló fór út í eyju á föstudagskvöldið til að missa ekki af siglingunni á laugardagsmorgunin en svo virðist sem hún hafi orðið hálf veik, allavega varð hún frekar slöpp eftir sjóferð þá. Það stoppaði hana samt ekki í að verða eftir í Hrísey til að passa frænda sinn, hann Ólaf Þorstein. Þau Ella og Árni voru í eyjunni og var gaman að hitta þau hjónakornin enda gerist það sjaldan.
Hér sit ég ein og rita þessi orð meðan Ómar er að vinna á Vélsmiðjunni og Guðný og Aron eru niðri að læra fyrir prófin sem eru í næstu viku. Ég hef verið að þvælast í tölvunni, hlusta á tónlist og lesa fréttir og leiðist það ekki. Gott að vera stundum einn með sjálfum sér og gera sama og ekki neitt. Ég rakst á skemmtilegt myndband með einum af mínum uppáhalds tónlistarmönnum:

http://www.youtube.com/watch?v=b_eUnxDE8YY&feature=related

Þangað til næst og gleðilega hátíð sjómenn og fjölskyldur þeirra
Kveðja Drífa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög gott lag - gaman í Hrísey um helgina en mig vantaði þig þarna um kveldið verð að segja það - sendi eitt gott sem ég fann á youtube þvílík gleði að eiga þetta youtube.... maður getur að vísu tapað sér í þessu
kv HHHHH
http://www.youtube.com/watch?v=U7g7-lL6cQU

Gunna sagði...

takk fyrir kvitti á síðuni minni :)
ég er bara að kvitta fyrir mig
Knús þín Gunna

Nafnlaus sagði...

Takk Drífa mín fyrir kveðjuna
kv
Gréta