mánudagur, 29. janúar 2007

Er að hafast

Þar sem ég hef aldrei notað bloggsíðu sem þessa þá lenti ég í smá vandræðum með að koma þeim upplýsingum sem ég vil hafa hér á réttan stað en þetta er að hafast, held ég.
Þegar ég svo ákvað að hafa mynd af mér á síðunni, svona til gamans, komst ég að því að það eru engar myndir til af mér til sem er skiljanlegt þar sem ég er í flestu falli bak við myndavélina. Ég endaði með að setja mynd af mér sem var tekin á toppi mælifells síðastliðið sumar svona aðeins til að monta mig á þeirri göngu. En svo ég vakni til vinnu á morgun held ég að ég ætti að fara að hætta þessu og koma mér í ró.

2 ummæli:

Drífa sagði...

prufa
Linda var að kvarta yfir að geta ekk i commenterað hjá mér. Við skulum vona að hún verði góð við mig og segi eitthvað fallegt, ha ha :o)

Nafnlaus sagði...

Komdu sæl

Ertu viss um að þetta sért þú á myndinni, fólk er oft að þykjast hafa farið hingað og þangað það er allt hægt í dag að breyta alls konar myndum og sv.
En til hamingju með síðuna mér líst vel á þetta og vera svo dugleg að blogga. Vona að þið lifið af í vinnunni án mín hahahaha
Linda Naría