föstudagur, 2. febrúar 2007

Grafarþögn

Hér hefur ríkt grafarþögn undanfarna daga enda hef ég verið að lagfæra þessa síðu og reyna að gera hana skárri, en hún skánar ekki neitt.

Ég var að ljúka við Grafarþögn sem hefur legið á náttborðinu mínu síðustu daga og var hún bara helv.... góð enda ekki við öðru að búast þegar slíkur höfundur sem Arnaldur á í hlut. Nú þegar Grafarþögn er á enda er ég að hugsa um að skella "Furðulegt háttalag hunds um nótt" á náttborðið hjá mér eftir Mark Haddon. Þar sem ég hef lítið lesið nema fræðibækur undanfarin 6 ár hef ég dregist aftur úr með að lesa allar mínar ágætu kiljur og ætla ég að njóta þeirra þar til ég verð tilbúin að hella mér út í Meistaraprófsritgerðina, púffidípúff, sem vonandi verður á næstunni.

Linda var eitthvað að commenta og hafa efasemdir um að myndin af mér sé tekin á toppi Mælifells en hún þyrfti ekki að efast ef hún hefði nennt með ha ha ha. Hver veit nema hún Linda mín eigi eftir að standa í mínum sporum, á toppi Mælifells, í framtíðinni og rita nafn sitt undir mitt til sönnunar fyrir afrekinu.

Annars gengur lífið sinn vanagang hér á Norðurveginum í Hrísey og lítð að gerast sem er í sjálfu sér ágætt og bendir til stöðugleika :o) Á maður ekki að líta á björtu hliðarnar.


Þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: