Af frásögnum að dæma fengu drengirnir á Breiðuvík hræðilega meðferð og verð ég reið þegar ég heyri sögur af dvöl þeirra á þessu hræðilega heimili. Að sjá fullorðna einstaklinga brotna saman og gráta fyrir alþjóð, fjörtíu árum eftir þessa atburði, bendir til þess að mikið hafi gengið á. Hvernig var hægt að senda unga drengi út í sveit og láta slíkt ofbeldi sem þar virðist hafa átt sér stað viðgangast án nokkurs eftirlits.
Valdbeiting, ofbeldi og virðingarleysi við allt, sem lífsanda dregur, hefur verið ríkjandi við stjórnun heimsmála í aldanna rás en ekki síður við stjórn í fjölskyldum, á heimilum og öðrum stöðum. Það virðast alltaf einhverjir vitleysingar ná völdum og höndla ekki að nýta þau til góðs heldur nýta það til að brjóta á öðrum.
"Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu." vísir.is.
Það á sem betur fer að rannsaka málefni Breiðuvíkur og setja aura í að veita þeim áfallahjálp. Ég held að stjórnvöld ættu að taka sig saman í andlitinu og efla fagmennsku á vistheimilum en kasta ekki peningunum út um gluggann (í einhverja vitleysinga) og fría sig þannig allri ábyrgð “Fyrirgefið, við bara gleymdum að fylgjast með"
Þangað til næst
Drífa
1 ummæli:
Sæl Drífa mín
Voðalega er gaman að lesa bloggið þitt, þú ættir nú bara að íhuga að gerast stjórnmálakona eða rithöfundur. Góður penni.
Ég er alveg sammála þér í þessu máli, maður hreinlega skammast sín fyrir að tilheyra þessu þjóðfélagi.
Linda María
Skrifa ummæli