föstudagur, 2. febrúar 2007

Þorrablót að nálgast

Þorrablót Hríseyinga er að ganga í garð og spurning hvernig það mun ganga fyrir sig þetta árið.

Fregnir herma að fleiri vilji koma en húsrúm leyfir og nefndarmenn séu farnir að svitna og sjái jafnvel fyrir sér að nefndin þurfi að sitja heima eða hreinlega að halda þurfi blótið utan dyra. Það er því spurning hvort ekki sé ráð að halda blótið þar sem fjölnota húsið mun standa í framtíðinni svo allir fái að vera með.
Vel hefur gengið að grafa fyrir grunninum og gæti það því vel gengið upp ef nægjanlegt skjól er (af Hlein) í moldargrunninum og viðkæmir geta jafnvel fengið borð á botni sundlaugarinnar þar sem hún stendur tóm. En án alls gríns þá verður hið glæsilega Þorrablót ársins 2007 haldið í Sæborg þann 10. febrúar og ætla þá Hríseyingar og gestir að skemmta sér, borða, blóta og dansa við lög Geirmundar fram á rauða nótt.

Þangað til næst

Kveðja Drífa

Engin ummæli: