laugardagur, 24. febrúar 2007

Eitt orð getur breytt öllu

Ég renndi yfir fréttablaðið í dag og sá þar frétt " Thelma Ásdísar á lista vinstri grænna". Þrátt fyrir lítinn áhuga á vinstri grænum þá renndi ég yfir greinina og rak augun í þessa furðulegu setningu "Thelma vinnur hjá Stígamótum og það lá óvenjuvel á henni þegar fréttablaðið hringdi".

Ég þekki nú ekki mikið til þessarar ágætu konu en varð vör við hana í fjölmiðlum eins og sjálfsagt aðrir þegar bókin hennar "Myndin af pabba" kom út. Það litla sem ég hef séð af Thelmu þá hefur mér fundist hún bara nokkuð kát og glöð þrátt fyrir allt sem hún hefur mátt þola og undrast því þessi ummæli (sem eru nú örugglega mistök blaðamanns sem ég rak nefið í).

Thelma var reyndar mjög kát þegar fréttablaðið hafði samand þar sem hún hafði fengið fregnir af því að klámráðstefnan yrði ekki að veruleika sem ég ætla nú ekki að commenta um enda tengist það ekki þessum skrifum mínum. Að mínu mati hefði mátt segja frá gleði Thelmu á annan hátt t.d. " Thelma vinnur hjá stígamótum og lá vel á henni þegar fréttablaðið hringdi þar sem hún hafði fengið fregnir af því að.... bla bla bla. Óvenjuvel í burtu og fólk (allavega ég) fær allt aðra sýn á lundarfar Thelmu. Spurning að sækja um hjá fréttablaðinu.

þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: