sunnudagur, 4. febrúar 2007

Blessaðir bílarnir

Bílahald hefur verið efni bloggsins hjá mér í dag og ég hef mínar skoðanir hvað það varðar.
Mér fannst hálf óhugnanlegt þegar ég rak nefið í þær fimm fréttir frá Mbl sem birtast hér neðst á síðunni hjá mér en þær vekja mann enn frekar til umhugsunar um mikilvægi þess að hver og einn hugi að því hvernig hann hagar sér í umferðinni. Slysin gera ekki boð á undan sér og þess vegna er mikilvægt að meta aðstæður hverju sinni og sofna ekki á verðinum.

Þessar óskemmtilegu fréttir var að finna á Mbl.is í dag:

Umferðarslys á Miklubraut
Bílvelta á Snæfellsnesvegi
Átta fluttir á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur
Þriggja bíla árekstur varð við norðurenda Hvalfjarðarganganna
Bílvelta við Grundartanga

Þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: