Ég er sögð vera á móti bifreiðum í Hrísey og má vel vera að eitthvað sé til í því. Þegar ég flutti í Hrísey fannst mér umhverfið hér mjög sérstakt því hér voru nánast engar bifreiðar heldur aðeins dráttarvélar. Fólk sem heimsótti mig fannst þetta mjög merkilegt en nú í dag finnst þeim miður hvernig málin hafa þróast og tala ekki lengur um sérkenni okkar sem var „dráttarvélar“ heldur tala um það hve margir bílar séu í Hrísey. Ég tel að þetta hafi áhrif á ferðamennsku í Hrísey, því miður. Það er nefnilega skemmtilegt að heimsækja staði sem hafa sérkenni eða það finnst mér.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli