En ég vil frekar segja að ég sé á móti þeim sem aka bifreiðunum og fara ekki eftir lögum og reglum hvað það varðar því bíllinn er dauður hlutur sem við lifandi stjórnum. Það er leitt að sjá suma ökumenn, hvort sem er á bifreiðum eða dráttarvélum, keyra um Hrísey eins og kóngar í sínu eigin ríki sem þurfa ekki að taka tillit til annarra, hvorki farþega í bílnum né þeirra sem verða á vegi þeirra.
Sumir hverjir virða hvorki hraðatakmörk né umferðarskilti. Sumir nenna ekki að spenna á sig beltið. Sumir láta börnin vera laus í bílunum og jafnvel sitja á lærum sér undir stýri (og vil ég ekki hugsa þá hugsun til enda ef eitthvað kemur uppá). Sumir velta ekki fyrir sér hvort lítið barn geti komið hlaupandi fyrir næsta horn eða sé að renna sér í næsta nágrenni. Það er þetta sem ég er á móti.
Ég veit vel að þetta á ekki við um alla og sumir keyra mjög varlega um götur hér í okkar ástkæru eyju, Hrísey, en það á því miður ekki við um alla.
Þess vegna spyr ég : Hafa allir rétt til að aka bíl í Hrísey?
Mitt svar er: nei, því margur hefur brotið lög og reglur og fyrirgert rétti sínum hvað það varðar, ekki bara einu sinni heldur oft, jafnvel dag eftir dag.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli