Ég renndi yfir moggann í dag og sá þar grein um það hve trúin getur haft mikil áhrif. Þá er ég ekki að tala um trú á æðri máttarvöld heldur trú á eigin getu.
Í Bandarískri rannsókn voru 90 börn tekin til athugunar en þau áttu það sameiginlegt að stærðfræðieinkunnir þeirra höfðu versnað. Nemendum var skipt í tvo hópa og fengu báðir hóparnir námskeið Listin að læra en annar hópurinn fékk einnig kyningu á kenningum um hæfileika heilans til að þróa með sér meiri gáfur. Þeir nemar sem fræddust um gáfnakenninguna sneru blaðinu við og einkunnir þeirra fóru hækkandi en hjá hinum héldu þær áfram að lækka sem segir okkur að trú á eigin getu og framfarir skiptir máli.
Á sömu síðu var greint frá rannsókn sem gaf þá niðurstöðu að knús sé hollt. Fólk sem faðmast mikið, af rannsókninni að dæma, á að vera minna móttækilegt fyrir streitu og þar með í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma.
Nú er bara að taka sér tak og faðmast reglulega á hverjum degi til að létta á streitunni og trúa því stöðugt að við getum orðið miklu gáfaðari en við erum nú þegar.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Greyið farðu þá að líta inn....ég skal knúsa þig vel og lengi!!!:-)
Skrifa ummæli