Það er langt síðan eitthvað hefur verið ritað hér en nú skal verða bót á því, en ég lofa samt engu. Það er ýmislegt um að vera hér í okkar ástkæru eyju og má þar nefna að leikfélagið er komið á fullt skrið og er stefnt á að sýna um Hvítasunnuhelgina. Verið er að leggja lokahönd á handritið og byrjað að lesa á fullu. Hernámsárin í Hrísey er efni sýningarinnar og hefur verið virkilega gaman að leggjast yfir heimildir um þann tíma.
Ég var að koma af íbúaþingi nú rétt áðan og var frekar skúffuð. Við í Hverfisráði mættum spennt með súpu og brauð fyrir 40 manns en eitthvað voru íbúarnir minna spenntir því lítið var um þá á fundinum. Varaformaður umhverfisnefndar Akureyrarbæjar og verkefnastjóri Staðardagskrár 21 komu á fundinn og voru með erindi um umhverfismál. Hverfisráð kynnti nýja útgáfu Staðardagskrá 21 fyrir Hrísey, þ.e. verkefnalistann fyrir árin 2007-2010, og síðan var opnað fyrir umræður. Fundurinn var mjög fínn og málefnalegur en það hefði verið skemmtilegra ef fleiri en 5 íbúar hefðu séð sér fært að mæta.
Það er best að ljúka þessu stutta erindi með því að nefna veðrið en það hefur leikið við okkur hér fyri norðan og er stuttbuxna-veður og sólarvörnin kemur sér vel þessa dagana
Þangað til næst
Kveðja DRífa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Velkomin úr dvalanum mikla. Er þá ritstíflan brostin ?
Saknaði þess að lesa bloggið þitt, hitti þig svo sjaldan.......
Nei án gríns haltu áfram að skrifa þú ert góður penni.
Sjáumst í fyrramálið.
Skrifa ummæli