miðvikudagur, 26. september 2007

Hvað er í gangi?

Ja hérna, það er langt síðan ég pikkaði inn einhverjar línur á þessa ágætu síðu. Hvað verldur? Hrikalega margt en stundum hefur maður bara ekkert að segja eða allavega vill ekki segja það hér á veraldarvefnum og hana nú.
Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan síðast og má þá helst nefna óvissuferð með starfsfélögum mínum, matarboð með starfsfélögum Ómars og svo árgangsmót með mínum ágætu bekkjarfélögum frá Vestmannaeyjum. Það má segja að það hafi verið gaman að hitta allt þetta fólk sem maður ólst upp með og fyndið hvað allir eru í raun eins og þeir voru hér í denn, enginn breyst neitt mikið nema kannski nokkrum hárum færri á höfðinu eða nokkrum kílóum fleiri um mittað. En nóg um það.


Hér má sjá sigurvegarana í sjóstöng í óvissuferðinni okkar ásamt þeim gula

Þangað til næst
Kveðja Drífa.

föstudagur, 7. september 2007

Er ekki kominn tími til að tengja.....

Komið sæl og blessuð sem leið sína leggja á þessa ágætu síðu. Nú erum við flutt í Vanabyggðina á Akureyri og erum að koma okkur fyrir. Það er ekki frásögu færandi en við höfum nú búið hér í viku og fengum nettenginguna hjá Símanum í dag, já viku eftir flutninginn (sem átti að gerast á næstu 3 dögum) og jú það er árið 2007. Það var nú samt broslegt þegar ágætis kona hringdi hér í fyrra kvöld og bauð okkur aukna þjónustu hjá símanum sem byggðist á einhverju sem ég veit ekki hvað var, en...... við báðum hana vinsamlegast að koma því til skila að í stað þess að bjóða okkur eitthvað nýtt þá þætti okkur væntum að þeir hjá Símanum gæfu sér tíma til að sinna því sem við þegar bíðum eftir og höfum verið í ákrift með undanfarin ár þ.e. nettengingu okkar ágæta heimilis. En allavega, hér er ég komin aftur og mun vonandi verða dugleg í vetur að halda glæðum í þessari síðu.

Þangað til næst
Kveðja Drífa