Blótið nálgast óðum og það er lítið að frétta hér úr Vanabyggðinni nema alltaf nóg að gera. Nú er vetrarfrí í grunnskólum á Akureyri en þar sem hún Eygló mín er svo heppin að eiga yndislega ömmu og afa hér í nágrenninu þá fór hún út í Hrísey með þeim seinnipartinn eftir skemmtilegan öskudag með frænku sinni, henni Bergþóru og mömmu hennar, öskudagsball í skólanum og fimleika. En svona fara vetrarfríin, börnin í fríi út og suður og mamma og pabbi að vinna. Spurning hverjum þessi frí eru ætluð og hvort annað skipulag væri æskilegra??? Held það mætti endurskoða þetta, hvað segið þið um það???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég á ekki þennan kjól en marga aðra spurning hvort maður mætir í alvöru sæborgarkjól or not - er ekki alveg búin að gera það upp við mig - en er mest að pæla í því að komast norður ótrúlegt með þetta veður - HVAR BÝR MAÐUR
Er bara að vona að maður komist norður ..........
en er þessi kjóll ekki upp i sæborg verð að komast í þá
kv
HHHHH
Það er spurning um að þú flytjir bara norður,hér er fínasta veður og engin ófærð
Sjáumst vonandi á blótinu og aðal atriðið er að þú verðir klædd :o)
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Skrifa ummæli