Takk fyrir síðast og gaman að sjá þig :o) Við hjónin erum semsagt komin heim frá R. vík og árshátíð Byko lukkaðist bara vel haha. Reyndar erum við búin að fara líka á árshátíð Akureyrarbæjar og má segja að hún hafi bara lukkast vel líka. Annars er ég lítt hrifin af samkomum sem innihalda yfir 1000 manns en ég var í góðra vina hópi sem bjargaði öllu.
Um helgina skellti ég mér á málþing um skóla og kirkju, mjög áhugavert. Það var forvitni sem dró mig í safnaðarheimilið og sé ég ekki eftir því. Bæði fyrirlesarar og svo umræðurnar á eftir voru mjög áhugaverðar. Umræðan sneri að mestu um það hvort eitthvað réttlæti að taka orðið "Kristilegt siðgæði" út úr námskránni og láta orðið "siðgæði" standa eitt og sér. Í fyrstu fannst mér þetta nú skipta litlu máli en það má segja að heilinn á mér hafi snúist í marga hringi og skoðanir mínar voru á flugi meðan á málþinginu stóð. Það má í raun segja að starfsemi skólanna breytist nú lítið við það að kippa "kristilegu" út úr námskránni en túlkun fagmanna á námskránni og jafnvel annarra sem það vilja gera getur breyst. Það þarf að vera á hreinu hvað kenna á börnunum og eftir hvaða stefnu skuli fara. Áhugaverðir punktar stóðu eftir í kollinum á mér sem sjálfsagt öllum er hollt að velta fyrir sér:
Hvað er siðgæði ef það er ekki kristilegt?
Er trúboð í skólum þó svo kristinfræðikennsla fari fram?
Hvað með söngva, þulur og sögur sem snúa að kristni (menningu okkar) ?
Er ekki lýðræði sprottið af kristni?
Þjóðin er meira og minna kristin þó svo það séu ekki allir í þjóðkirkjunni eða að brölta í kirkju.
Hvað eru manngildi? Túlka allir orðið manngildi eins?
Hvað merkir orðið umburðarlyndi?
Hvað finnst mér um lífsstefnuskóla?
Hvað með menningu sem snýr að trú, sögunni?
Já það er margt sem maður veltir fyrir sér eftir þetta ágæta málþing en nú höldum við áfram.
Dagarnir og mánuðirnir fljúga áfram og er maður í mestu vandræðum að fylgja þeim eftir. Það er samt kominn tími til að slaka á eftir allar þessar hátíðir og hefðir sem hafa dunið yfir okkur síðustu mánuði og var geggjað að slappa af síðustu helgi og gera sama og ekki neitt. Vera bara heima í faðmi fjölskyldunnar, skella sér á skauta og lesa góða bók. Þetta mun einnig verða verkefni næstu helgar, slappa af.
Frétti af frábærri síðu með hollustu uppskriftum af öllu mögulegu endilega kíkið á hana
Þangað til næst
Kveðja Drífa
6 ummæli:
Voðalega varstu lengi að heiman í þetta sinn. Reyndu nú að drattast út í ey með eins og eina belju í farteskinu.......
Gaman að lesa þetta um trúna voðalega viðkvæmt mál í dag, held að það sé í tísku að vera ekki trúaður. En svo er alltaf voða stutt í þetta ef áföll dynja yfir...
Amen
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Hæ elsku frænkan - og takk fyrir innlitið á kerlingu í Tx og góð comment- en afgangur er kominn inn af ferðasögu .. hlakka til að fá múttu og pabba þinn til Houston ..
um páskana og til hamingju í mars apr allir hrútar --- gaman að sjá að systkinabörn eru farin að hafa samband í gegn um blogg - eins og gamli sveitasíminn hér forðum daga-
skipuleggja frænkusamkomu í júní ??? nei bara spyr...
þín frænka
Oddný
Hallelúja,,,,,,,,,,,,,,
HHHHH
Já og amen líka
Hæ frænka takk fyrir kvittið á síðuni míni :).já það er mikið til í þessu með trúarmálálin og ég er á mörgu leiti sammála þér .knús þín Gunna
Skrifa ummæli