sunnudagur, 29. júní 2008

Júní á enda brrr og kuldi og trekkur

Nú er júnímánðuður að taka enda með rigningu og kulda, brrrrr. Það hefur verið lítið að gera nema vinna, borða, sofa og svo smá tiltekt við og við. Guðný er búin að taka bóklega bílprófið og náði en það vildi svo óheppilega til að keyrt var á hana sama daginn og lítur út fyrir að bíllinn sé ónýtur, já allt getur gersten sem betur fer vorum við í fullum rétti. Við erum semsagt með lítinn bílaleigubíl þar til búið er að meta bílinn okkar.
Nú er vika þar til ég fer í sumarfrí og hálfur mánuður þar til Ómar fer í frí, :o) Það verður gott að komast í sumarfrí þó svo veðrið segi manni að það sé lítið sumar þessa dagana og betra að halda sig innan dyra. Við eigum von á Lilju systir frá Vestmannaeyjum og hannar föruneyti og verður gaman að hitta þau loksins. Hafsteinn er að fara að keppa svo maður verður eitthvað á vellinum á komandi viku. En svona til að gleðja ykkur þá setti ég inn myndir á myndasíðuna mína, loksins, en það eru myndir frá göngunni á Gjögurfjall og Látraströnd á dögunum. Endilaga kíkið á myndbrot.
Þangað til næst
Kveðja Drífa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óheppin en fyrst enginn meiddist þá verður að taka því eins og hverju hundsbiti, vonandi dró það ekki kjarkinn úr stelpunni að keyra og æfa sig.
kv
Gréta

Nafnlaus sagði...

Sæl Gréta
Já allir voru heilir á húfi sem betur fer, það er fyrir öllu, og dömunni var skellt í ökutíma strax daginn eftir :o) ekki annað í stöðunni enda keyrslu-prófið þann 10. júlí

Gaman að heyra frá þér og vita að einhver fylgist með

Kveðja Drífa

Ásgerður sagði...

Sæl og blessuð Drífa mín. Takk fyrir skilaboðin. Já það er gaman að fylgjast með úr fjarskanum. Hehe...Ég sé að þið eruð virk þarna fyrir norðan, hvaða dugnaður er í gangi? Fjallgöngur og fjör!
Frábært! Ég fæ nú alltaf smá fíling að fara í Hrísey yfir hásumarið. Verst að þú ert þar ekki enn... Þeir hljóta nú að finna fyrir því eyjaskeggjar. Hríseyjardrottningin flutt. Jahérnahér....Jæja mín kæra, gaman að heyra frá þér og verðum endilega í sambandi. Ása