Ég held við ættum að einbeita okkur að því að ala upp kurteis börn og gera þeim grein fyrir hvað býr að baka þeim fúkyrðum sem þau nota um hvert annað, það er nefnilega sárt að vera kallaður fatlaður þegar maður á bróður sem er með fötlun, skiljanlega. En jæja, svona að lokum þá getum við glaðst yfir að ÍBV fékk verðlaun fyrir bestu frammistöðuna á mótinu, þ.e. heildarframmistöðu liðanna.
Við höfum lítið planað hvað við gerum í fríinu en Ómar á eftir að vinna rúma viku áður en hann fer í frí. Við ætlum reyndar að skella okkur í útlegu um næstu helgi ef allt gengur eftir og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir. Ætli ég nýti ekki næstu viku til gönguferða og útiveru ef veður verður þolanlegt.
Annars að lokum
Þangað til næst
Kveðja Drífa
6 ummæli:
vonadi hafið þið það gott í fríinu
knús og kram þín Gunna
Drífa mín ef við Óli minn lendum nú á Akureyri hvar búið þið ?
kveðjur frá Hafnarfirði
Gréta
Sæl Gréta
Við búum í Vanabyggð 8b. Rétt fyrir ofan tjalstæðið. Verð reyndar í Vaglaskógi um helgina en annars heima. Mamma og pabbi koma líklega á laugardag. Endilega vertu í sambandi ef þið eruð á ferðinni
Kveðja Drífa
Til hamingju með fríið og bið að heilsa múttu og pápa sem svara ekki mail-um -getur sagt honum það he he með knúsi
frænka í tx
ps og hann ætlar að senda disk
ekki satt með myndunum ... jamm og ja...
Hvernig er þetta - nú er komin rigning og súld eins og var fyrir norðan - en við komin heim eftir góða veiðiferð - 6 laxar komu að landi og annað eins komst ekki í land, eg tók því miður ekkert af þessu er ekkert í þessarri lax veiði hef meiri áhuga á að fara á Svaninum og taka 30 á 15 mín , svona meira fyrir mig en 6 laxar á 2 dögum da.,..........
takk frábærlega fyrir frábæra gistingu sorry þetta með hvítlaukinnnnnnnnnnn
kv
HHHHHH
Reiknum með að vera á Akureyri næstu helgi munum kíkja á ykkur.
kveðjur og knús
Gréta
Skrifa ummæli