Að lokinni hátíð var haldið heim á leið og síðan ákveðið að skella sér í Ásbyrgi á miðvikudegi og vera fram á föstudagskvöld. Guðný kom reyndar ekki með þar sem hún var á leið til Fáskrúðsfjarðar til að taka þátt í Frönskum dögum. Við áttum skemmtilegar stundir í byrginu :o) í geggjuðu veðri með skemmtilegu fólki. Begga, Svenni og börn voru stödd þarna og Elfa, Harpa og Alexander komu í dagsferð enda geta ekki án okkar verið. Á miðvikudagskvöldið fórum við inn í botn með dömurnar og áttum þar notalega stund í geggjuðu veðri.
Við konurnar skelltum okkur í göngu á fimmtudeginum og var gengið á Eyjuna í Ásbyrgi sem var nú reyndar styttri ganga en áætlað var en ágætis hreyfing fyrir grillveisluna. Karlpeningurinn gekk á golfvellinum sér til heilsubótar. Á föstudeginum fórum við ásamt Svenna, Beggu og dömunum að Dettifossi og síðan í hljóðakletta og voru það þreyttir ferðalangar sem lentu á Akureyri um miðnætti á föstudagskvöld eftir stutta viðkomu á Mærudögum á Húsavík. Helginni eyddum við síðan hér heima enda gott að komast í bælið sitt eftir útilegur og útiveru.
Skemmtileg mynd af Eygló við Dettifoss
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Engin ummæli:
Skrifa ummæli