miðvikudagur, 30. júlí 2008

Sólin, hitinn og lognið er hér, hvernig spyr ég.

Það hefur ýmsilegt verið brallað síðan ég ritaði hér síðast enda gengur ekki að liggja í leti og gera ekki neitt. Við skelltum okkur á Hríseyjarhátíð (Sorry Gréta og Óli ef þið komuð við, ég verð vonandi heima næst) sem fór mjög rólega fram enda svosem ekki mikið um að vera. Þetta var samt sem áður ágætis helgi, afmæli hjá Kristínu vinkonu, rölt um svæðið og spjall við góða vini auk þess sem Eygló tók þátt í þeim keppnum sem í boði voru. Við kíktum jú á Fossinn til að hlusta á Jazzbandið, Ómar skellti sér í óvissuferð og þar sem lítið var fyrir unglingana þá fóru Guðný og Aron í miðnætur-dráttarvélaferð sér til gamans að loknum brekkusöng. En nóg um sjóferð þá. Eygló var í öðru sæti í söngvakeppni hátíðarinnar og hér má sjá mynd af vinningshöfunum. Brosa :o)








Að lokinni hátíð var haldið heim á leið og síðan ákveðið að skella sér í Ásbyrgi á miðvikudegi og vera fram á föstudagskvöld. Guðný kom reyndar ekki með þar sem hún var á leið til Fáskrúðsfjarðar til að taka þátt í Frönskum dögum. Við áttum skemmtilegar stundir í byrginu :o) í geggjuðu veðri með skemmtilegu fólki. Begga, Svenni og börn voru stödd þarna og Elfa, Harpa og Alexander komu í dagsferð enda geta ekki án okkar verið. Á miðvikudagskvöldið fórum við inn í botn með dömurnar og áttum þar notalega stund í geggjuðu veðri.










Við konurnar skelltum okkur í göngu á fimmtudeginum og var gengið á Eyjuna í Ásbyrgi sem var nú reyndar styttri ganga en áætlað var en ágætis hreyfing fyrir grillveisluna. Karlpeningurinn gekk á golfvellinum sér til heilsubótar. Á föstudeginum fórum við ásamt Svenna, Beggu og dömunum að Dettifossi og síðan í hljóðakletta og voru það þreyttir ferðalangar sem lentu á Akureyri um miðnætti á föstudagskvöld eftir stutta viðkomu á Mærudögum á Húsavík. Helginni eyddum við síðan hér heima enda gott að komast í bælið sitt eftir útilegur og útiveru.



Skemmtileg mynd af Eygló við Dettifoss


Þangað til næst

Kveðja Drífa

Engin ummæli: