miðvikudagur, 16. júlí 2008

Hvar er sólin, lognið og hitinn???

Vika tvö í sumarfríi hafin og eitthvað ætlar góða veðrið að láta standa á sér. Við skelltum okkur samt sem áður í útilegu um síðustu helgi en flúðum sökum rigningar eða réttara sagt lélegs tjalds (úr rúmfatalagernum) þvílíkt drasl. Tjaldinu ver tjaldað einu sinni í fyrra (í sól sem betur fer) en nú rigndi og þá var sagan öll. Sem sagt, Kaupið EKKI tjald í RL vöruhúsi ef þið hafið hugsað ykkur að ferðast um önnur lönd en Afríku þ.e. þar sem líkur eru á rigningu. En allavega fórum við í bústaðinn hjá tengdó að lokinni einnar nætur útilegu og sváfum vel þar í hlýjunni.



Við komum heim á sunnudeginum og þá biðu mamma og pabbi eftir okkur í Vanabyggðinni, gaman að hitta þau loksins. Guðný mín átti 17. ára afmæli þann dag og hefur nú fengið réttindi til að aka bifreið, til hamingju með afmælið elsku Guðný og til hamingju með bílprófið. Ómar á svo 35. ára afmæli á morgun eða í dag þar sem klukkan er komin langt yfir miðnætti, knús og kossar.


Í kvöld fórum við stórfjölskyldna í bíó og sáum Mamma mía. Ég fór á Mamma mía söngleikinná Broadway í New York fyrir tveimur árum sem var mjög skemmtilegt enda frábær lög sem maður getur ekki annað en raulað með. En snúum okkur aftur að myndinni. Þetta er fínasta mynd en ég gat ekki annað en skellt uppúr þegar Meryl Streep hóf upp raust sína og fékk hláturskast þegar hinn eini sanni James Bond eða Pierce Brosnan tók sig til og söng ástaróð, come on, þetta var nett hallærislegt, svona í alvöru, hugsið það aðeins. Þrátt fyrir ágæti myndarinnar og skoplega sjón þá held ég að hægt hafi verið að finna mun betri söng- og leikara í þessi hlutverk og þar með gera myndina mun skemmtilegri en ella.

Ætli við skellum okkur ekki út í Hrísey eitthvað um næstu helgi. Kristín vinkona á 40 ára afmæli á föstudag, stór áfangi og svo er hin árlega hátíð í eyjunni sem maður kíkir eitthvað á.


En ætli það sé ekki best að hætta þessu rugli og skella sér í bælið og halda áfram að lesa "Á ég að gæta systur minnar" ,reyna svo að ná góðum svefni og vakna hress, segjum fyrir 10.

Þangað til næst
Kveðja Drífa

Engin ummæli: