mánudagur, 24. desember 2007

Gleðileg Jól

Jæja þá er jólahátíðin gengin í garð og sitjum við nú hjónin og horfum á tónleika á ríkissjónvarpinu eftir ánægjulega kvöldstund með kertaljós, góðan mat og drykk, jólakort og jólagjafir. Það var smá spenna í loftinu framan af kveldi (hjá yngsta fjölskyldumeðlimnum)og var gott þegar allir pakkarnir voru farnir undan okkar fína jólatré (svakalega stolt af lifandi jólatréinu okkar) og allir urðu rólegir á ný. Ég man nú sjálf eftir biðinni miklu þegar barnaefnið var búið og maður beið eftir að klukkan myndi slá sex. Síðan tók við biðin eftir að búið væri að borða og vaska upp (því ekki voru neinar vélar þá sem sinntu því hlutverki þá) og svo fékk maður loksins að taka upp pakkana púfffff svakalega erfitt.




En nú ætla ég að óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og vona að þið njótið hverrar mínúu í fríinu ykkar. Verið góð við hvort annað, kossar og knús.
Jólakveðja
Drífa, Ómar, Guðný og Eygló

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vildum bara segja takk fyrir okkur og gleðileg jól :* Það var nú heldur tómlegt að hafa ykkur ekki í kaffinu hjá ömmu og afa áðann, en hlökkum til að fá ykkur á morgun :o) knus og kossar á liðið, frá liðinu í Kelahúsi :o)

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og takk fyrir okkur. Eg var svo sammála Sveppa í gær en hann sagði að maður bíður og bíður og svo eru bara jólin búin ..... Þetta er svo satt hjá honum.

kveðja frá okkur söknum ykkar mikið
kveðja
ella árni og Ólafur Þorsteinn (eins og hann heitir þessa daga)

Nafnlaus sagði...

FRÁ ODDNÝ FRÆNKU OG CO Í TX

GLEÐILEG JOL og farsælt komandi ár -elskurnar mínar - allar -
Hafið það gott og kær kveðjan til hinna --- og borðið endilega yfir ykkur HE HE
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
þín Oddný