Já tíminn flýgur enda í nógu að snúast. Börnin komin í leikskólann eftir jólafrí og starfið komið í fullan gír, gaman það. Það má segja að maður sé feginn að allt er komið í eðlilegt horf, ekki sofið fram að hádegi og vakað fram á rauðan morgun. Senn líður að þorrablóti og verður auglýsingum komið af stað um og yfir helgi. Víð hjónin höfum verið að vinna skemmtilegt verkefni í tengslum við það bæði í myndrænu formi og í formi leikþátta og höfum haft gaman af. Það verður gaman að hitta liðið í eyjunni og vona að þeim eigi eftir að þykja jafn gaman að hitta mig, að loknum skemmtiatriðum híhíhíhí.
En hvað þjóðmálin varðar þá er ótrúlegt hvað hægt er að leggja mikla orku og aura í gömul hús á laugarveginum á meðan barnafólk á höfuðborgarsvæðinu er að púsla saman dögunum hjá sér. Hver vika fer í að finna út hvernig fólkið getur stundað vinnu sína þar sem börnum þeirra er vísað heim úr leikskólunum sökum manneklu. Spurning að fara bara með börnin til ráðamanna í borginni og athuga hvort þeir hafi tíma aflögu til að brúa bilið hjá foreldrum. Nei allt sem snýr að dauðum hlutum virðist mikilvægara en við mannfólkið því miður. Það má segja að við kennarar í leikskólum á Akureyri séum í raun heppnir hvað þetta varðar, sem betur fer.
En hvað þjóðmálin varðar þá er ótrúlegt hvað hægt er að leggja mikla orku og aura í gömul hús á laugarveginum á meðan barnafólk á höfuðborgarsvæðinu er að púsla saman dögunum hjá sér. Hver vika fer í að finna út hvernig fólkið getur stundað vinnu sína þar sem börnum þeirra er vísað heim úr leikskólunum sökum manneklu. Spurning að fara bara með börnin til ráðamanna í borginni og athuga hvort þeir hafi tíma aflögu til að brúa bilið hjá foreldrum. Nei allt sem snýr að dauðum hlutum virðist mikilvægara en við mannfólkið því miður. Það má segja að við kennarar í leikskólum á Akureyri séum í raun heppnir hvað þetta varðar, sem betur fer.
En að lokum er það spáin í dag:
Hrútur: Þú ætlast til að fólkið þitt standi sig jafn vel og þú. En fólk er ólíkt. Reyndu að taka fólki á þeirra eigin forsendum. Í kvöld kemurðu erfiðu verki frá sem bíður þín.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
6 ummæli:
HVERNÆR ER NÆSTA ÞORRABLÓT ER ÞAÐ EKKI SÍÐASTA BLÓTIÐ Í SÆBORG
KV
HHHH
Sæl HHHH
Já nú er að duga eða drepast. Þetta ætti að vera síðasta blótið í Sæborg nema að þú eða einhver annar komið í veg fyrir það :o) og haldið blót þar að ári. Blótið verður laugardaginn 9 febrúar og munu eyjaskeggjar ganga fyrir í pöntunum og svo fær fólkið á Fróni að koma ef það verður pláss
Ætlar þú að reyna að fá miða? Ef svo er þá verða tímasetningar lýklegast auglýstar um eða eftir helgi á vef markaðsráðs og hrísey.is
Þangað til næst
Kveðja Drífa
Hey þú verður að láta mig vita - ég get meira segja reddað þér barnapíu þannig að það er mjög mikilvægt líka fyrir þig að fá miða fyrir mig
HHHHHHH
Sæl HHHH
Ætlar þú að skella þér á blótið í ár vina :o) hlakka til að sjá þig.
Bjallaðu í Báru, hún tekur niður pantanir.
Þangað til næst
Kveðja Drífa
gamla bjallaði í Báru - búin að redda barnapíu vantar þig ekki eina slíka - hvað viltu borga
hhhh
Sæl HHH
Gaman að þú komir á blótið, Jú það væri flott að fá að fljóta með hvað varðar barnapössun, annars er Eygló að verða svo stór að hún getur farið að passa Óla bráðlega og jafnvel þig :o)
Skrifa ummæli