En frá snjó til ánægjulegra efnis. Ég ætla nú að geta þess hér að hann faðir minn átti afmæli þann 17. október og náð góðum aldri blessaður, Til hamingju með afmælið pabbi. Hún Lilja amma hefði orðið 87 ára sama dag en hún var svo lukkuleg að fá drenginn í afmælisgjöf á sínum tíma, ekki slæm gjöf þar á ferð.
Annars er lítið að gerast hér í Vanabyggðinni nema allir hressir og kátir eins og gengur og gerist. Brjálað að gera hjá Guðný og Aroni í skólanum en líka gaman að vera til. Ég sjálf bíð enn eftir að fá leiðsagnarkennara en það á víst að skýrast á næstu dögum. Hlakka til að fara að gera eitthvað af viti. Hef reyndar setið við prjónaskap að undanförnu og svo jólakortagerð sem er bara skemmtilegt. En nú ætla ég að fara að halla mér og segi bless
þangað til næst
Kveðja Drífa
1 ummæli:
Já maður verður alltaf jafn undrandi þegar fyrsti snjórinn dettur niður. Til hamingju með gamla - skilaðu kveðju til hans.
Er ekki annars allt gott að frétta af ykkur - er að flýja land á morgun - ætla að fara til Monte Carlo með fullar ferðatöskur af krónum og mun leggja stíft undir, skiptir engu þar sem þetta er allt verðlaust. heheheheehh
Eygló verður nú að fá að heimsækja litla íþróttaálfinn sem er fluttur til Hríseyjar að eigin sögn, sjáumst KANNSKI (veit ekki hvort ég komist heim aftur, ef ég tapa öllur:))
kv
HHHH úr Hafnarfirði
Skrifa ummæli