þriðjudagur, 13. janúar 2009

Gleðilegt nýtt ár

Þá er kominn tími til að starta bloggárinu 2009 annars eru allir svo uppteknir á Facebook að það kíkja örugglega fáir á bloggsíður í dag. Árið 2009 hófst með því að við fjölskyldan vorum hér heima í Vanabyggðinni og skutum upp örfáum ragettum og kveiktum á stjörnublysum meðan nágranni okkar úr annarri byggð skaut af fullum krafti og leyfði okkur hinum að njóta afrakstursins. Nágrannarnir hér í Vanabyggð 8 skáluðu í kampavíni fyrir nýju ári en ég ákvað að sitja hjá vegna líkamlegs ástands. Þann 3. jan hófst biðin eftir að litíll fjölskyldumeðlimur kæmi í heiminn en biðinni lauk að morgni 7. janúar klukkan 07:52 þegar lítil prinsessa fæddist, tæpir 16. merkur og 52 cm, með dökkt hár og blá augu. Algjör engill.













Lífið hefur því undanfarna daga, eins og ber að skilja, snúist í kringum litlu prinsessuna auk þess sem lífið hefur haldið áfram sinn vanagang með skólagöngu og fimleikaiðkun Eyglóar og prófum hjá Guðný. Ómar er nú heima í fæðingarorlofi í nokkra daga meðan allt er að komast á rétt ról og prinsessan er að venjast okkur og veru sinni utan veggja móður sinnar haha, (þetta var mjög frumlegt). En allavega þá er allt gott að frétta af okkur og hafið það sem allra best á nýja árinu.

Þangað til næst Kveðja Drífa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna.
kveðjur og knús
Óli og Gréta í Hafnarfirðinum

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ innilega til hamingju með prinssessuna :) hún er svo sæt :)
knús og kram þín Gunna