miðvikudagur, 21. janúar 2009

Með lögum skal land byggja...... Vér mótmælum allir

Mótmæli eiga fyllilega rétt á sér en án skemmdarverka og skrílsláta sem einkenndu gærdaginn og fleiri mótmælafundi að mínu mati. Ég verð að segja að ég er ofsalega fegin að ég lærði ekki til lögreglu og sjá þar með um að halda uppi lögum og reglum í landinu heldur ákvað að uppeldi og kennsla ungra barna væri mitt fag. Og viti menn, mörgu hefi ég lent í en egg, skyr og önnur matvæli hef ég ekki enn fengið framan í mig á fundum og vona ég að svo verði aldrei. Ef litið er á matvæla- og grjótkast sem eðlilegan verknað í reiði við ákveðna aðila og til að koma sínum málefnum á framfæri held ég að einhverntíma eigi ég eftir að fá á baukinn ef þessu heldur áfram.

Mótmælum með öðrum aðferðum en drullukasti, sýnum smá þroska og kennum börnunum að slíkar aðferðir eru ekki réttlætanlegar og skila ekki árangri sem skyldi nema upp að vissu marki, og spurning hvort það er endilega til góðs.

Hvað skal gera veit ég ekki en allir vilja nýja ríkisstjórn og þá spyr ég hvaða fólk á að taka við, ekki veit ég það því miður annars myndi ég fús segja það. Það er fullt af færu fólki sem getur tekið við segja raddirnar en enginn segir hver það á að vera og hvernig skuli finna það fólk. Ég veit ekki hvort ég vil fá einhvern Pétur og einhvern Pál til að taka til í ruslakompunni sem fyllst hefur að undanförnu af hinum ýmsu brotamálum sökum stjórnleysis og eftirlitsleysi ríkisvaldsins í garð bankanna. Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og upp koma svik og prettir nær daglega sem tengjast glæpamönnum, ef svo má kalla þessa aðila, í fjármálageiranum og sér ekki fyrir endann á þessu sýnist mér. En hvað skal gera, já ég spyr. hvað skal gera??

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Drífa og Ómar innilega til hamingju með litlu dúlluna ykkar hún er alveg æðislega falleg og fín ,hún er nú ansi lík Eygló þegar hú var lítil.En hvað á barnið að heita það verða nú ekki vandræði með það Ómar þú manst hverju þú lofaðir einu sinni smá djók.Við biðjum að heilsa ykkur öllum og verið nú dugleg að láta myndir á síðuna fyrir gömlu settin bless bless frænka og Matti.

Nafnlaus sagði...

HÆ litla dúllan er alveg eins og Eygló.En vá mér hefur nú alltaf fundist Guðný lík þér en á myndinni af henni og að ég held kærastanum er hún bara alveg eins og þú.Og í sambandi við ástandið í þjóðfélaginu spyr ég nú líka hver á að taka við? Ef að þú vilt gefa kost á þér skal ég styðja þig ég gæti allavega passað þegar þú ert á fundum.Bið að heilsa heyri í þér næst þegar allir eru að vinna kveðja Valgerður

Nafnlaus sagði...

Guðrún er alltaf gott nafn hehe (djók)en myndirnar eru flottar af henni litlu ;)knús og kram ykkar Gunna