mánudagur, 19. janúar 2009

Tíminn flýgur hratt....

Það er best að halda áfram að vera dugleg í blogginu svona allavega út janúarmánuð. Ég ákvað að rita hér nokkrar línur meðan Eygló er í skólanum og litla prinsessan sefur. Já það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Ómar fer að vinna á miðvikudaginn en þá er sú stutta orðin tveggja vikna og ég sem hef rétt lokið við að koma henni í heiminn, ja hérna. Nú er kominn tími til að finna dag fyrir skírn og kannski nafn á dömuna því ekki getum við kallað hana prinsessuna það sem eftir er. Reyndar eru nú ótrúlegustu nöfn sem börnum er gefið í dag. Prinsessa Ómarsdóttir gæti nú allveg gengið :o) eða hvað?Þangað til næst

Kveðja Drífa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að allt gengur vel með barnið hún sefur fallega á myndinni.
kv og knús úr Hafnarfirðinum
Gréta og Óli

Nafnlaus sagði...

Elsku Drífa frænka og family -
Innilegar hamingjuóskir með þessa fallegu stelpu sem þið eignuðust í byrjun árs - en ekki var mikið talað um meðgöngu á ykkar bæ..um humm en hún stór og myndarleg og er hún ekki góð og róleg-sýnist það...??? 3 stelpur eins og fl í famaly Ólafsson hehe...og stelpurnar í meirihluta ... en kær
kveðja frá Tx....